Leita í kappi við tímann með kafbáti og drónum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. febrúar 2022 10:00 Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar kemur kafbát Gavia út í Þingvallavatn. vísir/vilhelm Leit að þeim fjórum sem voru um borð í flugvélinni sem fannst í Þingvallavatni hófst aftur í morgun. Leitað er á vatninu og við það og nú er séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar að mæta á svæðið til að leita í því með kafbáti. Ofsaveður skellur á við svæðið í nótt. Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld. Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Þegar kafbátur var sendur niður að flaki flugvélarinnar seinni partinn í gær til að kanna aðstæður nánar kom í ljós að enginn þeirra fjögurra sem höfðu verið um borð í henni væri þar. Að sögn lögreglu er ljóst að fólkið hefur komist úr vélinni af sjálfsdáðum eftir að hún lenti í vatninu en slysstaðurinn er um einn kílómetri frá landi þar sem styst er. Gæslan kölluð út „Það verður mesti þunginn við sunnanvert vatnið. Það verða gönguhópar, bátar og drónar. Og þetta fer náttúrulega svolítið eftir veðri,“ segir Elín Jóhannsdóttir, varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar hefur einnig verið kölluð út á staðinn en hún sérhæfir sig í neðansjávarbjörgun. Hún mun stýra leit með kafbát fyrirtækisins Gavia líkt og hún hefur gert undanfarna daga. „Það verður gengið á fæti við bakka vatnsins þarna í Ölfusvatnsvík og svo er náttúrulega reynt að leita líka úti á vatninu,“ segir Elín. Lítill veðurgluggi „Við verðum að nota þann veðurglugga sem við höfum. Mér skilst að veðrið eigi að versna mjög með kvöldinu,“ segir hún. Gul veðurviðvörun tekur gildi á svæðinu klukkan tvö í nótt vegna suðaustanstorms og hríðar. Viðvörunin verður síðan appelsínugul klukkan fjögur í nótt þegar gert er ráð fyrir ofsaveðri á svæðinu. Ljóst er að ekki verður leitað við þær aðstæður. Veður skánar síðan aftur eitthvað í skamma stund á morgun áður en gul veðurviðvörun tekur aftur gildi annað kvöld.
Flugslys við Þingvallavatn Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira