Segja Rússa „70 prósent tilbúna“ til innrásar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. febrúar 2022 08:37 Sérsveit úkraínska þjóðvarðaliðsins æfir krísuástand vegna innrásar skammt frá yfirgefnu borginni Pripyat, í norðurhluta Úkraínu. AP/Mykola Tymchenko Rússland hefur nú náð að byggja upp um 70 prósent af því hernaðarlega afli sem þarf til þess að geta ráðist af fullum mætti inn í Úkraínu, að mati bandarískra embættismanna. Þeir búast við að Rússar styrki sig enn frekar á næstu dögum. Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás. Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Frá þessu greinir breska ríkisútvarpið og hefur eftir tveimur, ónafngreindum embættismönnum á vegum Bandaríkjastjórnar. Þeir ræddu við fjölmiðla með skilyrði um nafnleynd, en þeir færðu engar sönnur á þessa fullyrðingu sína. Talið er að um 100 þúsund Rússneskir hermenn séu nú við landamæri Rússlands að Úkraínu, en Rússland hefur ítrekað hafnað því að til standi að ráðast inn í nágrannaríki sitt í vestri. Embættismennirnir segja hins vegar að frá miðjum febrúar megi búast við því að jörð frjósi á svæðinu, sem geri Rússaher kleift að flytja enn meira af þungum hergögnum að landamærunum. Embættismennirnir sögðust byggja þetta mat sitt á upplýsingum og gögnum sem stjórnvöld hefðu safnað, en vildi ekki segja nánar frá því um hvaða gögn væri að ræða, þar sem þau væru viðkvæm. Rússar segja heræfing Embættismennirnir eru þá sagðir hafa varað við því að innrás Rússa í Úkraínu gæti kostað allt að 50 þúsund almenna borgara lífið. Þá kynni Kíev, höfuðborg Úkraínu, að falla í hendur innrásarhersins eftir aðeins nokkra daga. Í kjölfarið tæki við flóttamannakrísa í Evrópu þar sem milljónir myndu reyna að flýja frá Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa bætt við herafla sinn í Póllandi, til þess að styrkja varnir ríkja Atlantshafsbandalagsins ef til átaka kemur. Þannig lenti fyrsti hópur hermannanna í Rzeszów, í suðausturhluta Póllands, í gær. Stjórn Bidens Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt að 3.000 hermenn í heildina verði sendir til Austur-Evrópu. Rússar hafa aftur á móti sagt að viðvera hermanna þeirra við landamærin sé eingöngu vegna heræfinga, en úkraínsk stjórnvöld og bandamenn þeirra í vestri taka því með miklum fyrirvara, og telja Rússa undirbúa mögulega innrás.
Rússland Bandaríkin Úkraína NATO Pólland Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01 Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Telja Rússa undirbúa myndband sem átyllu fyrir innrás Embættismenn innan bandaríska njósnakerfisins telja að Rússar séu nú að undirbúa það að útbúa átyllu fyrir innrás í Úkraínu, þar á meðal tilbúið myndband sem sýni árás af hálfu Úkraínumanna. 3. febrúar 2022 23:01
Segir rússneskum hermönnum í Hvíta-Rússlandi hafa fjölgað hratt Her Rússlands hefur flutt um þrjátíu þúsund hermenn og nútímavopn til Hvíta-Rússlands á undanförnum dögum. Þetta eru stærstu mannaflutningar Rússa til Hvíta-Rússlands frá tímum Sovétríkjanna, samkvæmt Jens Stoltenberg, yfirmanni Atlantshafsbandalagsins. 3. febrúar 2022 12:02
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent