Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2022 20:52 Frá björgunaraðgerðum í þorpinu Ighran í Chefchaouen-hérðaði í norðurhluta landsins. Ap//Mosa'ab Elshamy Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá marokkósku konungshöllinni. Mohammed sjötti Marokkókonungur vottaði fjölskyldu Rayan samúð sína í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast á svæðinu en marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem féll í brunninn á þriðjudag. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarlið hafi náð að losa Rayan en í fyrstu voru engar upplýsingar veittar um ástand hans. Að sögn AP var drengurinn vafinn í gult teppi þegar viðbragðsaðilar komust að honum en skömmu fyrir það voru foreldrar hans fluttir á sjúkrahús, þangað sem hann var væntanlegur. Myndavél var slakað niður í brunninn í fyrradag og staðfest að Rayan hafði lifað fallið af og var einnig búið að senda mat og súrefni til hans. Mikilli fjöldi fólks safnaðist saman við brunninn í dag og beið fram á kvöld.Ap/Mosa'ab Elshamy Brunnurinn nærri heimili þeirra Brunnurinn er 32 metra djúpur og það þröngur að björgunarlið gat ekki sigið ofan í hann til að sækja Rayan. Í stað þess voru göng grafin að drengnum með fram brunninum en jarðvegurinn gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir sem óttuðust að hætta væri á skriðuföllum. Fyrr í dag sagði yfirmaður björgunaraðgerða óvíst hvort Rayan væri lífs eða liðinn. „Það er ómögulegt að kanna líðan barnsins að svo stöddu, en við biðjum til guðs að það sé á lífi,“ sagði Abdelhadi Tamrani, í samtali við staðarmiðil. Brunnurinn er staðsettur nærri heimili fjölskyldunnar í þorpinu Ighran í Chefchaouen-héraði í norðurhluta Marokkó. Fjölda djúpra brunna má finna í 500 manna þorpinu. Fram kemur í frétt AP að margir þeirra séu notaðir af fátækum íbúum til að veita vatni á kannabisplöntur sem séu megintekjulind margra íbúa á þessu dreifbýla og þurrviðrasama svæði. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað en flestum brunnunum er lokað með sérstökum ábreiðum. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til þess að komast að drengnum en margir óttuðust að hann gæti lent undir jarðskriðu.Ap/Mosa'ab Elshamy Fréttin hefur verið uppfærð. Marokkó Tengdar fréttir Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá marokkósku konungshöllinni. Mohammed sjötti Marokkókonungur vottaði fjölskyldu Rayan samúð sína í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast á svæðinu en marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem féll í brunninn á þriðjudag. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarlið hafi náð að losa Rayan en í fyrstu voru engar upplýsingar veittar um ástand hans. Að sögn AP var drengurinn vafinn í gult teppi þegar viðbragðsaðilar komust að honum en skömmu fyrir það voru foreldrar hans fluttir á sjúkrahús, þangað sem hann var væntanlegur. Myndavél var slakað niður í brunninn í fyrradag og staðfest að Rayan hafði lifað fallið af og var einnig búið að senda mat og súrefni til hans. Mikilli fjöldi fólks safnaðist saman við brunninn í dag og beið fram á kvöld.Ap/Mosa'ab Elshamy Brunnurinn nærri heimili þeirra Brunnurinn er 32 metra djúpur og það þröngur að björgunarlið gat ekki sigið ofan í hann til að sækja Rayan. Í stað þess voru göng grafin að drengnum með fram brunninum en jarðvegurinn gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir sem óttuðust að hætta væri á skriðuföllum. Fyrr í dag sagði yfirmaður björgunaraðgerða óvíst hvort Rayan væri lífs eða liðinn. „Það er ómögulegt að kanna líðan barnsins að svo stöddu, en við biðjum til guðs að það sé á lífi,“ sagði Abdelhadi Tamrani, í samtali við staðarmiðil. Brunnurinn er staðsettur nærri heimili fjölskyldunnar í þorpinu Ighran í Chefchaouen-héraði í norðurhluta Marokkó. Fjölda djúpra brunna má finna í 500 manna þorpinu. Fram kemur í frétt AP að margir þeirra séu notaðir af fátækum íbúum til að veita vatni á kannabisplöntur sem séu megintekjulind margra íbúa á þessu dreifbýla og þurrviðrasama svæði. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað en flestum brunnunum er lokað með sérstökum ábreiðum. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til þess að komast að drengnum en margir óttuðust að hann gæti lent undir jarðskriðu.Ap/Mosa'ab Elshamy Fréttin hefur verið uppfærð.
Marokkó Tengdar fréttir Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10