Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2022 20:52 Frá björgunaraðgerðum í þorpinu Ighran í Chefchaouen-hérðaði í norðurhluta landsins. Ap//Mosa'ab Elshamy Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá marokkósku konungshöllinni. Mohammed sjötti Marokkókonungur vottaði fjölskyldu Rayan samúð sína í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast á svæðinu en marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem féll í brunninn á þriðjudag. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarlið hafi náð að losa Rayan en í fyrstu voru engar upplýsingar veittar um ástand hans. Að sögn AP var drengurinn vafinn í gult teppi þegar viðbragðsaðilar komust að honum en skömmu fyrir það voru foreldrar hans fluttir á sjúkrahús, þangað sem hann var væntanlegur. Myndavél var slakað niður í brunninn í fyrradag og staðfest að Rayan hafði lifað fallið af og var einnig búið að senda mat og súrefni til hans. Mikilli fjöldi fólks safnaðist saman við brunninn í dag og beið fram á kvöld.Ap/Mosa'ab Elshamy Brunnurinn nærri heimili þeirra Brunnurinn er 32 metra djúpur og það þröngur að björgunarlið gat ekki sigið ofan í hann til að sækja Rayan. Í stað þess voru göng grafin að drengnum með fram brunninum en jarðvegurinn gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir sem óttuðust að hætta væri á skriðuföllum. Fyrr í dag sagði yfirmaður björgunaraðgerða óvíst hvort Rayan væri lífs eða liðinn. „Það er ómögulegt að kanna líðan barnsins að svo stöddu, en við biðjum til guðs að það sé á lífi,“ sagði Abdelhadi Tamrani, í samtali við staðarmiðil. Brunnurinn er staðsettur nærri heimili fjölskyldunnar í þorpinu Ighran í Chefchaouen-héraði í norðurhluta Marokkó. Fjölda djúpra brunna má finna í 500 manna þorpinu. Fram kemur í frétt AP að margir þeirra séu notaðir af fátækum íbúum til að veita vatni á kannabisplöntur sem séu megintekjulind margra íbúa á þessu dreifbýla og þurrviðrasama svæði. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað en flestum brunnunum er lokað með sérstökum ábreiðum. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til þess að komast að drengnum en margir óttuðust að hann gæti lent undir jarðskriðu.Ap/Mosa'ab Elshamy Fréttin hefur verið uppfærð. Marokkó Tengdar fréttir Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá marokkósku konungshöllinni. Mohammed sjötti Marokkókonungur vottaði fjölskyldu Rayan samúð sína í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast á svæðinu en marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem féll í brunninn á þriðjudag. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarlið hafi náð að losa Rayan en í fyrstu voru engar upplýsingar veittar um ástand hans. Að sögn AP var drengurinn vafinn í gult teppi þegar viðbragðsaðilar komust að honum en skömmu fyrir það voru foreldrar hans fluttir á sjúkrahús, þangað sem hann var væntanlegur. Myndavél var slakað niður í brunninn í fyrradag og staðfest að Rayan hafði lifað fallið af og var einnig búið að senda mat og súrefni til hans. Mikilli fjöldi fólks safnaðist saman við brunninn í dag og beið fram á kvöld.Ap/Mosa'ab Elshamy Brunnurinn nærri heimili þeirra Brunnurinn er 32 metra djúpur og það þröngur að björgunarlið gat ekki sigið ofan í hann til að sækja Rayan. Í stað þess voru göng grafin að drengnum með fram brunninum en jarðvegurinn gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir sem óttuðust að hætta væri á skriðuföllum. Fyrr í dag sagði yfirmaður björgunaraðgerða óvíst hvort Rayan væri lífs eða liðinn. „Það er ómögulegt að kanna líðan barnsins að svo stöddu, en við biðjum til guðs að það sé á lífi,“ sagði Abdelhadi Tamrani, í samtali við staðarmiðil. Brunnurinn er staðsettur nærri heimili fjölskyldunnar í þorpinu Ighran í Chefchaouen-héraði í norðurhluta Marokkó. Fjölda djúpra brunna má finna í 500 manna þorpinu. Fram kemur í frétt AP að margir þeirra séu notaðir af fátækum íbúum til að veita vatni á kannabisplöntur sem séu megintekjulind margra íbúa á þessu dreifbýla og þurrviðrasama svæði. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað en flestum brunnunum er lokað með sérstökum ábreiðum. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til þess að komast að drengnum en margir óttuðust að hann gæti lent undir jarðskriðu.Ap/Mosa'ab Elshamy Fréttin hefur verið uppfærð.
Marokkó Tengdar fréttir Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Sjá meira
Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10