Var sagt upp af Isavia vegna aldurs og fær ekki aðra vinnu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. febrúar 2022 20:32 Þorgrímur Baldursson var rafeindavirki á flugleiðsögusviði hjá Isavia. vísir/sigurjón Rafeindavirki sem Isavia sagði upp vegna aldurs fagnar því að kærunefnd jafnréttismála hafi staðfest brot félagsins gegn sér. Hann myndi gjarnan vilja fá að vinna lengur en segir engan til í að ráða 68 ára gamlan mann í vinnu. Þorgrímur Baldursson hafði starfað hjá Isavia um árabil og hugðist vinna til sjötugsaldurs. Stjórn fyrirtækisins ákvað þó snemma árs 2020 að færa starfslokaaldur 28 starfsmanna úr 70 árum í 67 vegna kórónuveirufaraldursins. Þorgrímur var þá einmitt ný orðinn 67 ára og var tjáð um þessar breytingar af yfirmanni sínum og sagt að hann fengi þó að vinna út árið. Þorgrímur fékk þó aldrei formlegt uppsagnarbréf og fór að efast um lögmæti þessa fyrirkomulags og spyrja yfirmenn sína hvort honum hefði raunverulega verið sagt upp vegna aldurs. „Og það var eiginlega alveg... Svaraði eiginlega engum mínum spurningum um hvort ég væri hættur eða ekki eða ætti að hætta um áramót eða ekki,“ segir Þorgrímur. Hann hafi því mætt til starfa fyrsta vinnudaginn eftir áramót. „Og prófa að stimpla mig inn en þá kemur bara á stimpilklukkuna að þetta starfsmannanúmer sé ekki á skrá. Þannig að það var eiginlega fyrsta almennilega staðfestingin á því að það væri búið að segja mér upp,“ segir Þorgrímur. Enginn hafi viljað staðfesta það við hann fyrr, „og enn síður skriflega“. Kærunefnd jafnréttismála hefur komst að þeirri niðurstöðu að Þorgrími hafi verið mismunað vegna aldurs við uppsögnina og hún því ólögmæt. Atvinnulífið verði að sjá verðmætin í öldruðu starfsfólki Lögfræðingur há Alþýðusambandinu segir úrskurðinn fordæmisgefandi og vonar að hann marki upphafið að breyttu viðhorfi á vinnumarkaðinum. „Að það verði viðurkennt að fólk, þó það sé komið yfir miðjan aldur að í flestum tilfellum er þetta fólk sem hefur vilja og getu til þess að vinna og er bara gríðarlega verðmætt fyrir atvinnulífið,“ segir Halldór Oddsson. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, telur að mál Þorgríms geti haft áhrif á hina 27 sem lentu í því sama hjá Isavia fyrir tveimur árum.vísir/sigurjón Hann segi að Alþýðusambandið hafi barist fyrir því að fólk fái sjálft að ákveða starfslokaaldur sinn. Allt of algengt sé að fyrirtæki segi fólki upp um leið og það sé komið á eftirlaunaaldur en úrskurður nefndarinnar sé sá fyrsti sem sýni svart á hvítu að það sé bannað. Ekki hlaupið að því að fá nýtt starf Þorgrímur vill sjálfur vinna áfram. Hann sé fullfrískur og vinnufær. „Ég hef sótt um nokkrar vinnur og það hefur ekki gengið,“ segir hann. Er erfitt að fá starf þegar maður er 67 ára? „Já, það er ekki hlaupið í störf á þessum aldri.“ Hann hafi því neyðst til að fara á eftirlaun hjá lífeyrissjóði og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Hann snarlækkaði því í tekjum vegna uppsagnarinnar og mun nú með aðstoð ASÍ krefjast bóta af Isavia. Lögfræðingurinn Halldór segir að mál Þorgríms geti þýtt að hinir 27 starfsmennirnir sem einnig lentu í því að starfslokaaldur þeirra var lækkaður gætu einnig krafist bóta. Vill engin ellitakmörk Þorgrímur telur eftirlaunaaldurinn reyndar orðnar algerlega úrelta hugmynd. „Ég held að þegar þessari reglu um 67 ára eftirlaunaaldur hafi verið komið á þá hafi meðalaldur karlmanna verið í kring um 67 ár. En hann er orðinn mikið hærri núna og menn í mikið betra andlegu og líkamlegu formi heldur en 67 ára menn fyrir segjum 30, 40 árum síðan,“ segir hann. Réttast væri að hafa engin mörk á því hvað fólk í hefðbundnum störfum megi vinna legni. „Að menn séu sjálfráðir með það, svo framarlega sem þeir geta skilað sinni vinnu og staðið sig í stykkinu,“ segir Þorgrímur. Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Þorgrímur Baldursson hafði starfað hjá Isavia um árabil og hugðist vinna til sjötugsaldurs. Stjórn fyrirtækisins ákvað þó snemma árs 2020 að færa starfslokaaldur 28 starfsmanna úr 70 árum í 67 vegna kórónuveirufaraldursins. Þorgrímur var þá einmitt ný orðinn 67 ára og var tjáð um þessar breytingar af yfirmanni sínum og sagt að hann fengi þó að vinna út árið. Þorgrímur fékk þó aldrei formlegt uppsagnarbréf og fór að efast um lögmæti þessa fyrirkomulags og spyrja yfirmenn sína hvort honum hefði raunverulega verið sagt upp vegna aldurs. „Og það var eiginlega alveg... Svaraði eiginlega engum mínum spurningum um hvort ég væri hættur eða ekki eða ætti að hætta um áramót eða ekki,“ segir Þorgrímur. Hann hafi því mætt til starfa fyrsta vinnudaginn eftir áramót. „Og prófa að stimpla mig inn en þá kemur bara á stimpilklukkuna að þetta starfsmannanúmer sé ekki á skrá. Þannig að það var eiginlega fyrsta almennilega staðfestingin á því að það væri búið að segja mér upp,“ segir Þorgrímur. Enginn hafi viljað staðfesta það við hann fyrr, „og enn síður skriflega“. Kærunefnd jafnréttismála hefur komst að þeirri niðurstöðu að Þorgrími hafi verið mismunað vegna aldurs við uppsögnina og hún því ólögmæt. Atvinnulífið verði að sjá verðmætin í öldruðu starfsfólki Lögfræðingur há Alþýðusambandinu segir úrskurðinn fordæmisgefandi og vonar að hann marki upphafið að breyttu viðhorfi á vinnumarkaðinum. „Að það verði viðurkennt að fólk, þó það sé komið yfir miðjan aldur að í flestum tilfellum er þetta fólk sem hefur vilja og getu til þess að vinna og er bara gríðarlega verðmætt fyrir atvinnulífið,“ segir Halldór Oddsson. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, telur að mál Þorgríms geti haft áhrif á hina 27 sem lentu í því sama hjá Isavia fyrir tveimur árum.vísir/sigurjón Hann segi að Alþýðusambandið hafi barist fyrir því að fólk fái sjálft að ákveða starfslokaaldur sinn. Allt of algengt sé að fyrirtæki segi fólki upp um leið og það sé komið á eftirlaunaaldur en úrskurður nefndarinnar sé sá fyrsti sem sýni svart á hvítu að það sé bannað. Ekki hlaupið að því að fá nýtt starf Þorgrímur vill sjálfur vinna áfram. Hann sé fullfrískur og vinnufær. „Ég hef sótt um nokkrar vinnur og það hefur ekki gengið,“ segir hann. Er erfitt að fá starf þegar maður er 67 ára? „Já, það er ekki hlaupið í störf á þessum aldri.“ Hann hafi því neyðst til að fara á eftirlaun hjá lífeyrissjóði og á ekki rétt á atvinnuleysisbótum. Hann snarlækkaði því í tekjum vegna uppsagnarinnar og mun nú með aðstoð ASÍ krefjast bóta af Isavia. Lögfræðingurinn Halldór segir að mál Þorgríms geti þýtt að hinir 27 starfsmennirnir sem einnig lentu í því að starfslokaaldur þeirra var lækkaður gætu einnig krafist bóta. Vill engin ellitakmörk Þorgrímur telur eftirlaunaaldurinn reyndar orðnar algerlega úrelta hugmynd. „Ég held að þegar þessari reglu um 67 ára eftirlaunaaldur hafi verið komið á þá hafi meðalaldur karlmanna verið í kring um 67 ár. En hann er orðinn mikið hærri núna og menn í mikið betra andlegu og líkamlegu formi heldur en 67 ára menn fyrir segjum 30, 40 árum síðan,“ segir hann. Réttast væri að hafa engin mörk á því hvað fólk í hefðbundnum störfum megi vinna legni. „Að menn séu sjálfráðir með það, svo framarlega sem þeir geta skilað sinni vinnu og staðið sig í stykkinu,“ segir Þorgrímur.
Vinnumarkaður Jafnréttismál Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira