Aflétta heimsóknarbanni og opna alla þjónustu í næstu viku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. febrúar 2022 11:08 Frá Sunnuhlíð í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Mikið hefur mætt á starfsfólki hjúkrunarheimila að undanförnu, vegna sóttkvíar og einangrunar starfsfólks. Framkvæmdastjóri segir þó bjartari tíma fram undan og stefnt er á að aflétta ýmsum skerðingum innan veggja hjúkrunarheimilisins. Framkvæmdastjóri Vigdísarholts, sem rekur meðal annars hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, segir róðurinn í starfsemi heimilisins hafa verið þungan að undanförnu, þá sérstaklega á síðustu tveimur vikum. Nú sjái hins vegar fyrir endan á því ástandi, þar sem flestir starfsmenn hafi þegar fengið Covid og tekið út sína einangrun. „Við reiknum með að opna húsið núna á þriðjudaginn í næstu viku og opnum það að hluta til um helgina, með takmarkaðar heimsóknir.“, segir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts. Þannig verði kvöðum sem hvílt hafa á starfsemi heimilisins aflétt og endurhæfing og iðjuþjálfun heimilismanna opna að nýju, sem og hárgreiðslustofan. Einangrun heilbrigðisstarfsfólks hefur víðar verið vandamál upp á síðkastið, en til marks um það sendi Landspítalinn í gær frá sér ákall um að hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantaði á vakt nú um helgina. Við nánari athugun fréttastofu kom þó í ljós að því var fljótlega kippt í liðinn. Fáir enn smitaðir og þá lítið veikir Þrír heimilismenn í Sunnuhlíð hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu dögum, eftir að hópsmit kom upp á heimilinu. Alls greindust um fjörutíu heimilismenn í hópsmitinu, en fá virk smit eru eftir í þeirra hópi. „Það eru bara þrír eftir sem eru með einkenni, virk smit. Og þeir eru ekki mikið veikir,“ segir Kristján. Honum líst vel á fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum og horfir bjartsýnn fram á veginn, eftir erfiða tíma í starfsemi heimilisins að undanförnu. „Ég vil bara þakka starfsfólkinu okkar. Það hefur staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vigdísarholts, sem rekur meðal annars hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð í Kópavogi, segir róðurinn í starfsemi heimilisins hafa verið þungan að undanförnu, þá sérstaklega á síðustu tveimur vikum. Nú sjái hins vegar fyrir endan á því ástandi, þar sem flestir starfsmenn hafi þegar fengið Covid og tekið út sína einangrun. „Við reiknum með að opna húsið núna á þriðjudaginn í næstu viku og opnum það að hluta til um helgina, með takmarkaðar heimsóknir.“, segir Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts. Þannig verði kvöðum sem hvílt hafa á starfsemi heimilisins aflétt og endurhæfing og iðjuþjálfun heimilismanna opna að nýju, sem og hárgreiðslustofan. Einangrun heilbrigðisstarfsfólks hefur víðar verið vandamál upp á síðkastið, en til marks um það sendi Landspítalinn í gær frá sér ákall um að hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða bráðvantaði á vakt nú um helgina. Við nánari athugun fréttastofu kom þó í ljós að því var fljótlega kippt í liðinn. Fáir enn smitaðir og þá lítið veikir Þrír heimilismenn í Sunnuhlíð hafa látist af völdum Covid-19 á síðustu dögum, eftir að hópsmit kom upp á heimilinu. Alls greindust um fjörutíu heimilismenn í hópsmitinu, en fá virk smit eru eftir í þeirra hópi. „Það eru bara þrír eftir sem eru með einkenni, virk smit. Og þeir eru ekki mikið veikir,“ segir Kristján. Honum líst vel á fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnatakmörkunum og horfir bjartsýnn fram á veginn, eftir erfiða tíma í starfsemi heimilisins að undanförnu. „Ég vil bara þakka starfsfólkinu okkar. Það hefur staðið sig alveg frábærlega,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira