Pósturinn lokar á Hellu og Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. febrúar 2022 14:17 Pósthúsunum á Hellu og Hvolsvelli verður lokað 1. maí í vor að öllu óbreyttu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Hellu og Hvolsvelli og sveitunum þar í kring eru ekki sáttir þessa dagana því Pósturinn hefur ákveðið að loka afgreiðslum sínum á stöðunum í vor. „Afleitt“, segir sveitarstjóri Rangárþings eystra. Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Sveitarstjórnir Rangárþings ytra og Rangárþings eystra hafa fengið tilkynningu um að frá 1. maí í vor verði pósthúsunum á Hellu og á Hvolsvelli lokað. Með því tapast nokkur störf og þjónusta skerst verulega. Í stað póstafgreiðslnanna verður m.a. boðið upp á póstboxaþjónustu og póstbíll verður á svæðinu. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra með aðsetur á Hvolsvelli segir íbúa mjög óánægða með þessa ákvörðun Póstsins. „Mér finnst það afleitt og ef við lítum á stöðugildin, sem eru að fara frá okkur. Ef við tökum bara stöðuna hér á Hvolsvelli þá er þetta kannski fækkun um tvö til tvö og hálft stöðugildi í tvö þúsund manna sveitarfélagi. Ef þú lítur á tuttugu þúsund manna sveitarfélag þá eru það tuttugu til tuttugu og fimm störf og í tvö hundruð þúsund manna sveitarfélögum eins og höfuðborgin þá eru þetta tvö hundruð og fimmtíu störf, það verður að setja svona í samhengi,“ segir Lilja. Lilja Einarsdóttir, sveitarstjóri Rangárþings eystra, sem er líkt og íbúarnir ekki sátt við að það eigi að fara að loka pósthúsunum á Hvolsvelli og á Hellu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Lilja segir að samhliða lokunum pósthúsanna verði dregið úr útburði á pósti í dreifbýli og þéttbýli, sem kunni ekki góðri lukku að stýra. Hún vonar að Pósturinn endurskoði ákvörðun sína. „Ég ætla að vona að þeir geri það. Mér finnst allavega að þeir þurfi að endurskoða þessa ákvörðun sína og mögulega má gera þetta á einhvern vægari hátt. Þó þeir hafi boðið fólkinu störf, það er samt ekki sama að sækja störf í þinni heimabyggð eða vera boðið starf í 50 kílómetra fjarlægð.“ Að þessu sögðu segist Lilja líka hafa skilning á ákvörðun Póstsins um lokanir. „Já, ég skil mörg rökin þeirra vissulega, ég væri ekki klár ef ég myndi ekki skilja margt, sem að baki býr en stundum verðum við bara að setja aðeins peninga til að halda öllu landinu í byggð, það er bara þannig ef við viljum að allir flytji ekki bara á höfuðborgarsvæðið,“ segir Lilja sveitarstjóri. Mikil óánægja er á meðal íbúa í sveitarfélögunum tveimur að Pósturinn ætli að skella í lás á Hellu og Hvolsvelli í vor.VÍSIR/VILHEILM
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Pósturinn Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira