Sjöunda tap Nets í röð | Luka í þrennuham Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2022 09:31 Óstöðvandi. Richard Rodriguez/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets steinlá gegn Utah Jazz, þeirra sjöunda tap í röð. Þá bauð Luka Dončić upp á þrefalda tvennu í sigri Dallas Mavericks á Philadelphia 76ers. Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira
Það hefur lítið gengið hjá Nets að undanförnu og liðið tapað sex leikjum í röð áður en það heimsótti Utah í nótt. Ekki byrjaði leikurinn byrlega fyrir gestina frá Brooklyn en leikmenn Jazz voru með öll völd á vellinum og leiddu með 21 stigi í hálfleik, staðan þá 68-47. Ekki skánuðu hlutirnir í síðari hálfleik en Utah gerði í raun út um leikinn í þriðja leikhluta og segja má að Nets hafi aldrei átt möguleika. Það kom kannski ekki á óvart þar sem liðið var án bæði James Harden og svo Kevins Durant í nótt. Kyrie Irving var hins vegar með en hann átti ekki sinn besta leik. Lokatölur í Utah 125-102 heimamönnum í vil. Þeirra stigahæstur var Donovan Mitchell með 27 stig en alls skoruðu sex leikmenn liðsins 10 stig eða meira. Hjá Nets skoraði Cameron Thomas 30 stig og Kyrie 15 stig. 27 points on 8-10 shooting for @spidadmitchell, as he lifts the @utahjazz in his return! pic.twitter.com/cVORfJ6vrZ— NBA (@NBA) February 5, 2022 76ers byrjaði betur gegn Mavericks og leiddu með tíu stiga mun í hálfleik. Í síðari hálfleik fór hins vegar allt í baklás hjá gestunum sem skoruðu aðeins 15 stig í þriðja leikhluta og endaði það með því að Dallas vann níu stiga sigur, lokatölur 107-98. Luka setti upp sannkallaða sýningu en ásamt því að skora 33 stig þá gaf hann 15 stoðsendingar og tók 13 fráköst. Reggie Bullock bætti við 20 stigum fyrir Dalals og Jalen Brunson skoraði 19. Hjá 76ers skoraði Joel Embiid 27 stig ásamt því að taka 13 fráköst. Rim-rocking dunks.No-look dimes.Big-time boards.@luka7doncic (33p, 13r, 15a) did it all in the @dallasmavs win! pic.twitter.com/KnMTz4e3u0— NBA (@NBA) February 5, 2022 Cleveland Cavaliers unnu eins stigs sigur á Charlotte Hornets þökk sé stórleik Jarrett Allen. Hann skoraði 29 stig og tók 22 fráköst. Gamla brýnið Kevin Love skoraði 25 stig fyrir Cavaliers á meaðn Terry Rozier skoraði 24 fyrir Hornets. Nikola Vučević skoraði 36 stig og tók 17 fráköst í sjö stiga sigri Chicago Bulls á Indiana Pacers, lokatölur 122-115. DeMar DeRozan bætti við 31 stigi í liði Bulls á meðan Caris LeVert skoraði 42 stig í liði Pacers. Vucevic and LeVert each went for season highs on hyper-efficient shooting tonight @NikolaVucevic: 36p (16-21), 17r, 3b, W@CarisLeVert: 42p (19-26), 8a pic.twitter.com/P6IOZ6Ljyg— NBA (@NBA) February 5, 2022 New Orleans Pelicans unnu óvæntan sigur á Denver Nuggets þar sem þrír leikmenn skoruðu 22 stig eða meira. Jaxson Hays skoraði 22 og tók 11 fráköst, Brandon Ingram skoraði 23 og gaf 12 stoðsendingar en Herb Jones var stigahæstur með 25 stig. Hjá Nuggets var Nikola Jokić stigahæstur með 25 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Önnur úrslit Detroit Pistons 93-102 Boston Celtics Toronto Raptors 125-114 Atlanta Hawks San Antonio Spurs 131-106 Houston Rockets Portland Trail Blazers 93-96 Oklahoma City Thunder NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Fleiri fréttir Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Sjá meira