Einbeita sér að svæðinu þar sem olíubrákin fannst Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2022 16:00 Oddur Árnason er yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Vísir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir leitina að flugvéli sem ekkert hefur spurst til síðan í gær í sjálfu sér hafa gengið vel. Líklega sé um að ræða fjölmennustu leitaraðgerðir Íslandssögunnar. Fókusinn sé á Þingvallavatni vegna vísbendinga frá flugleið, símagögnum og svo olíubrák sem fannst í vatninu í morgun. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við höfum ekki séð þennan fjölda björgunarsveitarmanna og viðbragðsaðila í leit áður á landinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða það. Þetta hefur í sjálfu sér gengið vel,“ segir Oddur. Hann segir verið að fókusa á vísbendingar þess efnis að flugvélin hafi lent í sunnanverðu Þingvallavatni. Búnaður með fjölgeislamælum sé nýtt til mæla botn vatnsins. Annars vegar er um að ræða kafbát og hins vegar annan slíkan sem flýtur ofan á vatninu. „Tækin gefa góða mynd af botninum og því sem þar er að finna.“ Útiloka ekki aðra möguleika Oddur leggur áherslu á að ekki megi útiloka að flugvélina sé að finna annars staðar. „Við þurfum að passa okkur á því að þó við teljum þetta vera líklegast þá getum við ekki fullyrt fyrr en við höfum fundið óyggjandi vísbendingar. Við erum að skoða alla flugleiðina,“ segir Oddur. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Odd við Þingvallavatn á fjórða tímanum. Björgunarsveitarfólk gangi meðfram vatninu og skoði stórt svæði í kring. Fólk haldi leit áfram eins lengi og þurfi. „Það er mikið í húfi og menn munu ekki hætta fyrr en við finnum eitthvað.“ Hann segir björgunarsveitirnar akkeri þjóðarinnar, klárar í slaginn og standi sig frábærlega vel. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi. Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Fókusinn sé á Þingvallavatni vegna vísbendinga frá flugleið, símagögnum og svo olíubrák sem fannst í vatninu í morgun. „Þetta er gríðarlega stórt verkefni. Við höfum ekki séð þennan fjölda björgunarsveitarmanna og viðbragðsaðila í leit áður á landinu. Ég held mér sé óhætt að fullyrða það. Þetta hefur í sjálfu sér gengið vel,“ segir Oddur. Hann segir verið að fókusa á vísbendingar þess efnis að flugvélin hafi lent í sunnanverðu Þingvallavatni. Búnaður með fjölgeislamælum sé nýtt til mæla botn vatnsins. Annars vegar er um að ræða kafbát og hins vegar annan slíkan sem flýtur ofan á vatninu. „Tækin gefa góða mynd af botninum og því sem þar er að finna.“ Útiloka ekki aðra möguleika Oddur leggur áherslu á að ekki megi útiloka að flugvélina sé að finna annars staðar. „Við þurfum að passa okkur á því að þó við teljum þetta vera líklegast þá getum við ekki fullyrt fyrr en við höfum fundið óyggjandi vísbendingar. Við erum að skoða alla flugleiðina,“ segir Oddur. Kristín Ólafsdóttir ræddi við Odd við Þingvallavatn á fjórða tímanum. Björgunarsveitarfólk gangi meðfram vatninu og skoði stórt svæði í kring. Fólk haldi leit áfram eins lengi og þurfi. „Það er mikið í húfi og menn munu ekki hætta fyrr en við finnum eitthvað.“ Hann segir björgunarsveitirnar akkeri þjóðarinnar, klárar í slaginn og standi sig frábærlega vel. Fylgst er með gangi mála í Vaktinni á Vísi.
Grímsnes- og Grafningshreppur Björgunarsveitir Samgönguslys Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02
Olíubrák fannst á Þingvallavatni Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26