Vetrarólympíuleikarnir 2022 voru settir í Peking í hádeginu í dag og stendur setningarathöfnin nú enn yfir. 66°Norður er samstarfsaðili Ólympíuliðs Íslands 2022 og Skíðasambands Íslands og stykir landsliðið með fatnað á leikunum.
Mun íslenska skíðalandsliðið klæðast fatnaði frá fyrirtækinu á leikunum í ár, þó ekki þessum endurgerða galla. Sturla Snær Snorrason A-landsliðsmaður í alpgreinum sést hér í nýja gallanum en hann var einnig fánaberi Íslands á opnunarathöfninni í Peking rétt í þessu ásamt skíðagöngukonunni Kristrúnu Guðnadóttur.

Fimm Íslendingar keppa á leikunum í þetta skiptið. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, alpagreinar kvenna – svig, stórsvig og risasvig, Sturla Snær Snorrason, alpagreinar karla – svig og stórsvig, Kristrún Guðnadóttir, skíðaganga kvenna – sprettganga, Snorri Einarsson, skíðaganga karla – 15km F (frjáls aðferð), 30km skiptiganga, 50km C Mst (fjöldastart, hefðbundin aðferð), liðakeppni í sprettgöngu og Isak Stianson Pedersen, skíðaganga karla – sprettganga og liðakeppni í sprettgöngu.
Þeir Sturla Snær, Snorri og Isak voru allir á meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum í PyeongChang fyrir fjórum árum en Hólmfríður Dóra og Kristrún fara nú á sína fyrstu leika.

„Kríu vörulínan byggir á sígildri hönnun sem náði miklum vinsældum hér á landi á tíunda áratugnum. Á jakkanum er hár kragi sem er hægt að renna upp í háls og tveir góðir vasar. Á buxunum er vatnsfráhrindandi efni á hnjám og að aftan. Gallinn er framleiddur úr afgangsefni sem fallið hefur til í framleiðslu og kemur því takmörkuðu magni. Gallinn er stór í sniði og kemur í rauðu og svörtu.“

Uppfært 13:10
Í fyrstu útgáfu fréttar kom fram að landsliðið myndi keppa í þessum endurgerða galla á leikunum en það rétta er að þau keppa í fatnaði frá 66°Norður en ekki þessum ákveðna galla.