Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 13:30 Þeir Ásmundur og Ásgeir eru sammála um mikilvægi framkvæmdarinnar en greinir á um hvernig sé best að koma henni af stað. vísir/vilhelm/arnar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir. Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Lagning Suðurnesjalínu 2 hefur verið á teikniborðinu í fjölda ára en sveitarfélagið Vogar hefur ekki viljað veita Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Framkvæmdin hefur því verið í algeru uppnámi um skeið og úr þessari flækju vill þingmaður Sjálfstæðisflokksins greiða með því að setja lög á framkvæmdina. Það er að segja að færa vald sveitarfélagsins til að veita framkvæmdaleyfi úr höndum þess með lögum. Þingmenn verða að geta tekið erfiðar ákvarðanir „Suðurnesjamenn eru búnir að bíða í 17 ár eftir að þessi lína verði lögð til að auka hér öryggi í raforkuflutningum og auka hér tækifæri í atvinnulífinu. Þetta er búið að taka allt of langan tíma og það er ekki hægt að gefa lengra svigrúm í það held ég,“ segir Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hann er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en auk hans standa sjö aðrir þingmenn flokksins á bak við frumvarpið auk þingmanna frá Samfylkingu, Flokki fólksins og Framsóknarflokki. Ásmundur segir frumvarpið neyðarúrræði. Aldrei sé góður kostur að taka skipulagsvald af sveitarfélögum en það sé réttlætanlegt í einstaka tilfellum í svo mikilvægum málu. „Þrátt fyrir að þetta sé afar þungbært, að þurfa að ganga þá leið að taka skipulagsvald af sveitarfélagi í einu máli, þá held ég að við höfum höfðað til þeirrar ábyrgðar sem þingmenn bera á því að þetta svæði verði ekki út undan í uppbyggingu framtíðarinnar,“ segir Ásmundur. „Þingmenn þurfa stundum að gera meira en gott þykir og hafa kjark til að taka erfiðar ákvarðanir, eins og er í þessu máli.“ Lögin hefðu hrikalegar afleiðingar Bæjarstjóri Voga er gríðarlega ósáttur með málið og telur fráleitt að setja lög á framkvæmdina. „Ég hef einfaldlega sagt að það sé brýnt að leita leiða til þess að komast að samkomulagi um það hvernig eigi að leysa málið. Og ég tel það einfaldlega fráleitt að það sé bara farin sú leið að setja lög á það þegar ekki er einu sinni hægt að klára samningana við borðið,“ segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri Voga. Hann bendir á að enn eigi eftir að ná samkomulagi við landeigendur á svæðinu og þó að lögin yrðu samþykkt væri það verkefni enn eftir. Hann segir algerlega óumdeilt að línan verði að vera lögð til að tryggja raforkuöryggi á Suðurnesjum. Menn greini aðeins á um réttu leiðina til þess, en sem fyrr segir eru Vogamenn harðir á því að fá línuna í jörðu. Ef Alþingi setti lög á framkvæmdina myndi það hafa hrikalegar afleiðingar. „Þetta myndi auðvitað bara setja í uppnám allt sveitarstjórnarstigið gagnvart löggjafarvaldinu og það myndi bresta það gagnkvæma traust sem ríkir þar á milli,“ segir Ásgeir.
Suðurnesjalína 2 Vogar Sjálfstæðisflokkurinn Orkumál Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira