Lífið

Gunna Dís komin aftur á RÚV

Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar
Gunna Dís Snýr aftur á RÚV.
Gunna Dís Snýr aftur á RÚV. Ragnar Visage

Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem Gunna Dís, hefur störf hjá RÚV á ný eftir að hafa kvatt vinnustaðinn 2019 og flutt til Húsavíkur.

Gunna Dís var á sínum tíma stjórnandi Virkra morgna á Rás 2 ásamt Andra Frey Viðarssyni og kynnir í Útsvarinu. Nú þegar hún hefur snúið aftur mun hún meðal annars sjá um Síðdegisútvarpið á Rás 2 þar sem hún sameinasta Andra Frey Viðarssyni á ný ásamt Hrafnhildi Halldórsdóttur.

„Það leggst mjög vel í mig að byrja aftur á RÚV og ég er full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem framundan eru,“ 

segir Guðrún Dís. Hún flutti nýlega aftur til Reykjavíkur. Hennar fyrsta verkefni verður sem spyrill í sérstakri útgáfu af Gettu betur sem hefur göngu sína í apríl.


Tengdar fréttir

Kristján Þór og Gunna Dís hætt saman

Kristján Þór Magnússon og Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem fjölmiðlakonan Gunna Dís, eru sögð vera að skilja. Kristján Þór er sveitarstjóri í Norðurþingi en Gunna Dís er á leið til Reykjavíkur aftur.

Kristján Þór hættir sem sveitar­stjóri

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, ætlar ekki að sækjast eftir stöðunni eftir næstu kosningar eða bjóða sig fram til setu í sveitarstjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.