Salah og Mané mætast í úrslitum eftir annan vítaspyrnusigur Egypta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. febrúar 2022 21:50 Mohamed Salah mætir liðsfélaga sínum hjá Liverpool í úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á sunnudaginn. Visionhaus/Getty Images Egyptar eru komnir í úrslit Afríkumótsins í fótbolta eftir 3-1 sigur gegn heimamönnum í Kamerún í vítaspyrnukeppni. Staðan var markalaus eftir framlengingu og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal. Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Heimamenn í Kamerún voru hættulegri aðilinn í fyrri hálfleik og ógnuðu marki Egypta trekk í trekk. Þeir áttu meðal annars skalla í samskeytin, en inn vildi boltinn ekki og því var enn markalaust þegar flautað var til hálfleiks. Svipaða sögu er að segja af síðari hálfleiknum, en þó mátti sjá þreytumerki á báðum liðum. Minna var því um færi í síðari hálfleik en þeim fyrri sem varð til þess að ekki var heldur skorað í síðari hálfleik. Það dró þó til tíðinda á lokamínútu venjulegs leiktíma þegar Carlos Queiroz, þjálfari Egypta, nældi sér í sitt annað gula spjald á stuttum tíma og var þar með rekinn rakleiðis upp í stúku. Niðurstaðan eftir venjulegan leiktíma var þó markalaust jafntefli og því þurfti að grípa til framlengingar. Rétt eins og í síðari hálfleik var nokkur þreyta í báðum liðum, en þetta var þriðja framlenging Egypta á mótinu. Egyptarnir voru þó ansi nálægt því að stela sigrinum undir lok framlengingarinnar þegar þeir komust upp að endalínu, en fyrirgjöfin sigldi framhjá þremur egypskum treyjum. Það var því enn markalaust að framlengingunni lokinni og því var ekkert annað í stöðunni en að útkljá málin í vítaspyrnukeppni. Vincent Aboubakar kom heimamönnum yfir úr fyrstu spyrnunni áður en Zizo jafnaði fyrir Egypta. Harold Moukoudi tók aðra spyrnu Kamerún, en spyrnan var slöpp og Gabaski varði frá honum. Mohamed Abdelmonem kom Egyptum svo í forystu áður en Gabaski varði sína aðra spyrnu, í þetta sinn frá James Lea Siliki. Egyptar komust svo í 3-1 þegar Mohanad Lasheen skoraði af öryggi, og það þýddi að Clinton N'Jie þurfti að skora til að halda vonum Kamerún á lífi. N'Jie skaut hins vegar framhjá og Egyptar fögnuðu því 3-1 sigri eftir vítaspyrnukeppni. Egyptar eru því á leið í úrslit Afríkumótsins á sunnudaginn þar sem liðið mætir Senegal.
Afríkukeppnin í fótbolta Egyptaland Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira