Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. febrúar 2022 08:00 Íslenska handboltalandsliðið spilar mikilvægan heimaleik í umspili HM í apríl. Kolektiff Images/Getty Images Hannes Jónsson, formaður körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, segir að það hangi á bláþræði að landsliðin í körfubolta og handbolta fái að leika heimaleiki sína í undankeppnum heimsmeistaramótanna á heimavelli í vor og sumar. „Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
„Hendur okkar eru pínu bundnar. Við megum ekki segja allt sem við vitum, það er nú bara þannig,“ sagði Hannes í samtali við Stöð 2. „Það væri bara gott ef ráðherra íþróttamála myndi bara opna á það hvernig hann sér þetta fyrir sér á næstu mánuðum. En það er alveg á kristaltæru að þetta hangir á bláþræði að landsleikir muni fara fram hérna á þessu ári, hvort sem að það er í handbolta eða körfubolta.“ Hannes segir að karlalandsliðið í körfubolta hafi fengið undanþágu fyrir einum leik á þessu ári, en að tíminn til aðgerða sé naumur. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ.S2 Sport „Ef ég tek okkur í körfuboltanum sem dæmi - vegna þess að Laugardalshöllin verður ekki tilbúin fyrr en í fyrsta lagi í lok ágúst - við fengum undanþágu til að spila karlalandsleikina okkar við Ítalíu 24. febrúar í Ólafssal. Sem þýðir að við fengum þessa einu undanþágu með loforði sem við fengum frá ríkisstjórninni að það yrði skýrt fyrir mánaðarmótin mars apríl hvað myndi gerast hér í þjóðarleikvangamálum.“ „Þannig að við höfum í rauninni ekki meiri tíma en það. Annars munu landsleikir okkar sem eiga að vera í hér í júní og júlí ekki fara fram á Íslandi. Þeir þurfa þá að fara fram erlendis.“ Þrátt fyrir að staða þjóðarleikvangs á Íslandi fyrir inniíþróttir sé slæm segist Hannes þó vera bjartsýnn á að núverandi ríkisstjórn muni gera eitthvað í þessum málum. „Það er ákveðin vinna í gangi og ég treysti ríkisstjórninni í þá vinnu sem hún er að vinna núna, en það þarf að vera eitthvað skýrt á næstu tveim mánuðum hver staðan er. Það getur ekki beðið lengur. Hvorki við né önnur sérsambönd getum beðið lengur og ég held að við sem þjóð eigum það bara skilið að fara að fá að vita hvað þeir ætla að fara að gera.“ „Ekki gefa okkur alltaf bara vonir um að þetta sé að fara að koma, þetta sér kannski að koma eða þetta sé þarna. Ég ætla að trúa því að góðar fréttir muni berast á vormánuðum um þjóðarleikvang fyrir inniíþróttir.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Hangir á bláþræði að landsleikir fari fram hérlendis í ár
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“