Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór Ak. 112-84 | Stjörnumenn ekki í vandræðum með botnliðið Árni Jóhannsson skrifar 3. febrúar 2022 20:50 Stjarnan vann öruggan sigur gegn Þór Ak. í kvöld. Vísir/bára Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. Liðin fóru hægt af stað sóknarlega í fyrsta leikhluta en þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum lifnaði yfir báðum liðum áður en Stjarnan komst í fyrsta áhlaup leiksins. Stjörnumenn skoruðu sex stig í röð til að komast 13-10 yfir og þá tóku Þórsarar leikhlé. Það bar tilætlaðan árangur því næsta áhlaup var í eigu gestanna frá Akureyri og þegar um mínúta var eftir af leikhlutanum var staðan 22-22. Liðin skiptust þá aftur á körfum og voru heimamenn skrefi framar í stöðunni 26-24. Í öðrum leikhluta var í raun og veru skorið úr um sigurvegara leiksins. Fyrstu þrjár mínúturnar einkenndust af jafnvægi en í stöðunni 29-27 þá lokuðu heimamenn sjoppunni og stungu af. Þórsarar skoruðu ekki nema sex stig á síðustu sjö mínútum fyrri hálfleiks og Stjörnumenn röðuðu niður körfum. Að auki þá nýttu heimamenn sóknarfráköst sín mjög vel en í fyrri hálfleik náðu þeir í níu sóknarfráköst og skoruðu úr þeim 14 stig. Stjörnumenn unnu leikhlutann 34-11 og voru 61-35 yfir þegar gengið var til búningsklefa. Í seinni hálfleik komst jafnvægi aftur á leikinn. Þriðji leikhluti einkenndist af því að liðin skiptust á körfum en heimamenn bættu örlítið við forskot sitt þannig að munurinn komst í 28 stig þegar einn leikhluti var eftir. Mannlegt eðli er síðan þannig að þegar sigurinn er í höfn þá tekur fólk ósjálfrátt fótinn af bensíngjöfinni og sagði þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, að maður vill kannski ekki sjá það en svona eru hlutirnir bara. Þór náði þó ekki að vinna leikhlutann þó þeir hafi spilað örlítið betur. Leikurinn endaði 112-84 og Stjarnan lyfti sér, allavega tímabundið, upp í fjórða sæti með 16 stig. Af hverju vann Stjarnan? Gamla tuggan er að taflan ljúgi ekki og í þessu tilfelli er það raunin. Stjarnan er betra lið og þeir náðu að mæta ákveðnir til leiks þegar oft á tíðum er auðvelt að missa einbeitingu gegn slakari andstæðing. Þeir náðu að halda gestunum í lágri skotprósentu og mörg stig úr sóknarfráköstum í fyrri hálfleik gerðu út um leikinn ásamt því að hittni heimamann var til fyrirmyndar. Bestir á vellinum? Hilmar Smári Henningsson var funheitur í kvöld. Fyrstu sex þriggja stig tilraunir hans rötuðu ofan í og endaði hann með 75% þriggja stig nýtingu. Ásamt því gaf hann átta stoðsendingar og átti fínan leik varnarlega. Félagar hans áttu líka flottan leik en Robert Turner III skilaði 24 stigum, fimm fráköstum og fimm stoðsendingum. Hjá Þór Akureyri var Dúi Þór Jónsson sá eini sem var með lífsmarki lengi vel en hann skoraði 28 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þær hefðu líklega verið fleiri ef hans menn hefðu átt betri skotdag. Svo var ekki og því fór sem fór. Hvað næst? Það er hægt að líta á næsta leik Þórs frá Akureyri sem algjöran úrslitaleik um veru þeirra í efstu deild. Þeir mæta Vestra á heimavelli á mánudaginn næsta og ef sá leikur tapast þá geta spekingarnir farið að tala um hin grimmu örlög að falla. Stjörnumenn mæta á Hlíðarenda og etja kappi við Val í leik sem gæti skipt máli í baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Dúi Þór: Rétt ákvörðun hjá mér Dúi Þór átti fína spretti í liði Þórsara í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Eins og segir í umfjöllun um leikinn þá var Dúi Þór Jónsson sá eini sem var með nokkru lífsmarki lengi vel hjá Þór frá Akureyri í tapi liðsins gegn Stjörnunni fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. „Mér fannst við bara vera soft. Við ætluðum að berja á þeim í frákastabaráttunni en þeir náðu mörgum sóknarfráköstum í kvöld og við hefðum bara átt að vera sterkari.“ Dúi var spurður að því hvort þeir hafi náð að breyta einhverju í hálfleik en Stjörnumenn náðu í færri sóknarfráköst í seinni hálfleik. „Bjarki öskraði vel á okkur í hálfleik og sagði okkur að rífa okkur í gang. Þetta var eiginlega ekki boðlegt í fyrri hálfleik hvernig við börðumst. Við getum gert miklu betur baráttulega séð. Við erum neðstir í töflunni og eigum að vinna baráttuna gegn öllum liðum ef við ætlum að reyna að vera í séns á að halda okkur uppi.“ Dúi spilaði eins og áður segir mjög vel og skilaði 24 framlagspunktum í hús. Hann var spurður að því hvort honum líði vel í Garðabænum. „Mér líður mjög vel í Garðabænum og það er mjög gaman að spila hérna og ég hef náttúrlega spilað flesta mína leiki yfir ævina hérna og það var gaman að koma aftur í kvöld.“ Hann var þá spurður að því hvernig hann væri að meta tímabilið sitt hingað til og þá ákvörðun um að söðla um, flytja á Akureyri og fá meiri ábyrgð á körfuboltavellinum. „Þetta var rétt skref hjá mér að koma hingað og vera í lykilhlutverki og auðvitað vill maður vinna fleiri leiki en við þurfum bara að halda áfram. Það er Vestri núna á mánudaginn og við verðum að vinna hann ef við ætlum að vera í einhverri baráttu. Það er klárlega úrslitaleikur fyrir okkur því ef við töpum honum þá er þetta orðið helvíti erfitt og það er bara ekkert annað í boði en að vinna þann leik.“ Subway-deild karla Stjarnan Þór Akureyri
Stjarnan vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Akureyri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 112-84. Liðin fóru hægt af stað sóknarlega í fyrsta leikhluta en þegar tæpar þrjár mínútur voru liðnar af leiknum lifnaði yfir báðum liðum áður en Stjarnan komst í fyrsta áhlaup leiksins. Stjörnumenn skoruðu sex stig í röð til að komast 13-10 yfir og þá tóku Þórsarar leikhlé. Það bar tilætlaðan árangur því næsta áhlaup var í eigu gestanna frá Akureyri og þegar um mínúta var eftir af leikhlutanum var staðan 22-22. Liðin skiptust þá aftur á körfum og voru heimamenn skrefi framar í stöðunni 26-24. Í öðrum leikhluta var í raun og veru skorið úr um sigurvegara leiksins. Fyrstu þrjár mínúturnar einkenndust af jafnvægi en í stöðunni 29-27 þá lokuðu heimamenn sjoppunni og stungu af. Þórsarar skoruðu ekki nema sex stig á síðustu sjö mínútum fyrri hálfleiks og Stjörnumenn röðuðu niður körfum. Að auki þá nýttu heimamenn sóknarfráköst sín mjög vel en í fyrri hálfleik náðu þeir í níu sóknarfráköst og skoruðu úr þeim 14 stig. Stjörnumenn unnu leikhlutann 34-11 og voru 61-35 yfir þegar gengið var til búningsklefa. Í seinni hálfleik komst jafnvægi aftur á leikinn. Þriðji leikhluti einkenndist af því að liðin skiptust á körfum en heimamenn bættu örlítið við forskot sitt þannig að munurinn komst í 28 stig þegar einn leikhluti var eftir. Mannlegt eðli er síðan þannig að þegar sigurinn er í höfn þá tekur fólk ósjálfrátt fótinn af bensíngjöfinni og sagði þjálfari Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, að maður vill kannski ekki sjá það en svona eru hlutirnir bara. Þór náði þó ekki að vinna leikhlutann þó þeir hafi spilað örlítið betur. Leikurinn endaði 112-84 og Stjarnan lyfti sér, allavega tímabundið, upp í fjórða sæti með 16 stig. Af hverju vann Stjarnan? Gamla tuggan er að taflan ljúgi ekki og í þessu tilfelli er það raunin. Stjarnan er betra lið og þeir náðu að mæta ákveðnir til leiks þegar oft á tíðum er auðvelt að missa einbeitingu gegn slakari andstæðing. Þeir náðu að halda gestunum í lágri skotprósentu og mörg stig úr sóknarfráköstum í fyrri hálfleik gerðu út um leikinn ásamt því að hittni heimamann var til fyrirmyndar. Bestir á vellinum? Hilmar Smári Henningsson var funheitur í kvöld. Fyrstu sex þriggja stig tilraunir hans rötuðu ofan í og endaði hann með 75% þriggja stig nýtingu. Ásamt því gaf hann átta stoðsendingar og átti fínan leik varnarlega. Félagar hans áttu líka flottan leik en Robert Turner III skilaði 24 stigum, fimm fráköstum og fimm stoðsendingum. Hjá Þór Akureyri var Dúi Þór Jónsson sá eini sem var með lífsmarki lengi vel en hann skoraði 28 stig og gaf fimm stoðsendingar. Þær hefðu líklega verið fleiri ef hans menn hefðu átt betri skotdag. Svo var ekki og því fór sem fór. Hvað næst? Það er hægt að líta á næsta leik Þórs frá Akureyri sem algjöran úrslitaleik um veru þeirra í efstu deild. Þeir mæta Vestra á heimavelli á mánudaginn næsta og ef sá leikur tapast þá geta spekingarnir farið að tala um hin grimmu örlög að falla. Stjörnumenn mæta á Hlíðarenda og etja kappi við Val í leik sem gæti skipt máli í baráttunni um heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Dúi Þór: Rétt ákvörðun hjá mér Dúi Þór átti fína spretti í liði Þórsara í kvöld.Vísir/Bára Dröfn Eins og segir í umfjöllun um leikinn þá var Dúi Þór Jónsson sá eini sem var með nokkru lífsmarki lengi vel hjá Þór frá Akureyri í tapi liðsins gegn Stjörnunni fyrr í kvöld. Hann var spurður að því hvað hans menn hefðu getað gert betur. „Mér fannst við bara vera soft. Við ætluðum að berja á þeim í frákastabaráttunni en þeir náðu mörgum sóknarfráköstum í kvöld og við hefðum bara átt að vera sterkari.“ Dúi var spurður að því hvort þeir hafi náð að breyta einhverju í hálfleik en Stjörnumenn náðu í færri sóknarfráköst í seinni hálfleik. „Bjarki öskraði vel á okkur í hálfleik og sagði okkur að rífa okkur í gang. Þetta var eiginlega ekki boðlegt í fyrri hálfleik hvernig við börðumst. Við getum gert miklu betur baráttulega séð. Við erum neðstir í töflunni og eigum að vinna baráttuna gegn öllum liðum ef við ætlum að reyna að vera í séns á að halda okkur uppi.“ Dúi spilaði eins og áður segir mjög vel og skilaði 24 framlagspunktum í hús. Hann var spurður að því hvort honum líði vel í Garðabænum. „Mér líður mjög vel í Garðabænum og það er mjög gaman að spila hérna og ég hef náttúrlega spilað flesta mína leiki yfir ævina hérna og það var gaman að koma aftur í kvöld.“ Hann var þá spurður að því hvernig hann væri að meta tímabilið sitt hingað til og þá ákvörðun um að söðla um, flytja á Akureyri og fá meiri ábyrgð á körfuboltavellinum. „Þetta var rétt skref hjá mér að koma hingað og vera í lykilhlutverki og auðvitað vill maður vinna fleiri leiki en við þurfum bara að halda áfram. Það er Vestri núna á mánudaginn og við verðum að vinna hann ef við ætlum að vera í einhverri baráttu. Það er klárlega úrslitaleikur fyrir okkur því ef við töpum honum þá er þetta orðið helvíti erfitt og það er bara ekkert annað í boði en að vinna þann leik.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti