Diljá vill þriðja sætið hjá Viðreisn í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 13:56 Diljá Ámundadóttir Zoëga. Aðsend Diljá Ámundadóttir Zoëga hefur ákveðið að bjóða sig fram í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík og stefnir á 3. sætið á lista. Frá þessu segir í tilkynningu en Diljá er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og hefur átt sæti í ráðum og nefndum á núverandi kjörtímabili segir að hún hafi sinnt sínum störfum „af ástríðu og látið hjarta ráða för“. Um Diljá segir að hún eigi sæti í skóla- og frístundaráði, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, ofbeldisvarnarnefnd, íbúaráði Miðborgar og Hlíða og sé formaður samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þar fyrir utan hafi hún setið í stýrihópum á kjörtímabilinu, meðal annars um bætt starfsumhverfi leikskóla og jafnlaunastefnu. Hún er með BA gráðu frá KaosPilot-skólanum, MBA gráðu frá HR og diplóma á meistarastigi í sálgæslufræðum frá EHÍ. „Helstu áherslur mínar: Börnin eru framtíðin Þegar sköpuð er skýr framtíðarsýn fyrir borgina þarf að byrja á því að horfa til barna í dag. Ég vil fjárfesta í börnum til framtíðar.Rannsóknir benda á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum.Talið er að um að 60% barna upplifa áföll og búa við andlegt álag á einhverjum tímapunkti. Heimilisofbeldi hefur aukist um 20% í heimsfaraldri. Afleiðingar á geðheilsu barna vegna skerts skólastarfs í 2 ár munu líka koma í ljós og við verðum í nokkurn tíma að vinda ofan í því.Ég mun beita mér fyrir að stytta biðlista, auka aðgengi barna að geðheilbrigðisþjónustu/sálfræðiþjónustu sem og að flétta mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Hér er gríðarlega mikilvægt að stuðla að þéttara samstarfi ríkis og borgar. Mannlegir innviðir - kerfi fyrir fólk en fólk fyrir kerfi Mannlegir innviðir Reykjavíkurborgar eru fólkið sjálft. Þetta er fjölbreytt fólk með ólíkar þarfir. Eitt eiga þau sameiginlegt og það er mannvirðing. Það er réttur allra að þjónusta og viðmót borgarinnar sé mennsk og aðgengileg en ekki stýrð af kerfislægri hugsun. Ég mun beita mér fyrir því að öll mannvirki og opin svæði Reykjavíkurborgar séu aðgengileg fyrir öll og fari eftir viðmiðum algildrar hönnunar. Einfaldara kerfi á gervihnattaöld Ég vil hlúa að einfaldara hversdagslífi fyrir fjölskyldur og skapa aðgengilegri farveg fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla. Með stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar opnast ótal tækifæri fyrir einfaldari, aðgengilegri og betri þjónustu fyrir alla borgarbúa. Fækkun skrefa í þjónustuferlum felur í sér tímasparnað og streituminnkun,“ segir í tilkynningunni . Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53 Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu en Diljá er fyrsti varaborgarfulltrúi Viðreisnar og hefur átt sæti í ráðum og nefndum á núverandi kjörtímabili segir að hún hafi sinnt sínum störfum „af ástríðu og látið hjarta ráða för“. Um Diljá segir að hún eigi sæti í skóla- og frístundaráði, mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, ofbeldisvarnarnefnd, íbúaráði Miðborgar og Hlíða og sé formaður samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Þar fyrir utan hafi hún setið í stýrihópum á kjörtímabilinu, meðal annars um bætt starfsumhverfi leikskóla og jafnlaunastefnu. Hún er með BA gráðu frá KaosPilot-skólanum, MBA gráðu frá HR og diplóma á meistarastigi í sálgæslufræðum frá EHÍ. „Helstu áherslur mínar: Börnin eru framtíðin Þegar sköpuð er skýr framtíðarsýn fyrir borgina þarf að byrja á því að horfa til barna í dag. Ég vil fjárfesta í börnum til framtíðar.Rannsóknir benda á að sterk tengsl séu á milli fjölda áfalla og andlegs álags í æsku og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs og seiglu á fullorðinsárum.Talið er að um að 60% barna upplifa áföll og búa við andlegt álag á einhverjum tímapunkti. Heimilisofbeldi hefur aukist um 20% í heimsfaraldri. Afleiðingar á geðheilsu barna vegna skerts skólastarfs í 2 ár munu líka koma í ljós og við verðum í nokkurn tíma að vinda ofan í því.Ég mun beita mér fyrir að stytta biðlista, auka aðgengi barna að geðheilbrigðisþjónustu/sálfræðiþjónustu sem og að flétta mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Hér er gríðarlega mikilvægt að stuðla að þéttara samstarfi ríkis og borgar. Mannlegir innviðir - kerfi fyrir fólk en fólk fyrir kerfi Mannlegir innviðir Reykjavíkurborgar eru fólkið sjálft. Þetta er fjölbreytt fólk með ólíkar þarfir. Eitt eiga þau sameiginlegt og það er mannvirðing. Það er réttur allra að þjónusta og viðmót borgarinnar sé mennsk og aðgengileg en ekki stýrð af kerfislægri hugsun. Ég mun beita mér fyrir því að öll mannvirki og opin svæði Reykjavíkurborgar séu aðgengileg fyrir öll og fari eftir viðmiðum algildrar hönnunar. Einfaldara kerfi á gervihnattaöld Ég vil hlúa að einfaldara hversdagslífi fyrir fjölskyldur og skapa aðgengilegri farveg fyrir atvinnurekendur og frumkvöðla. Með stafrænni umbreytingu Reykjavíkurborgar opnast ótal tækifæri fyrir einfaldari, aðgengilegri og betri þjónustu fyrir alla borgarbúa. Fækkun skrefa í þjónustuferlum felur í sér tímasparnað og streituminnkun,“ segir í tilkynningunni .
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53 Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Sjá meira
Geir vill þriðja sætið hjá Viðreisn í borginni Geir Finnsson varaborgarfulltrúi hefur ákveðið að bjóða sig fram í þriðja sæti í prófkjöri Viðreisnar í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. 2. febrúar 2022 08:53
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10
Viðreisn ákveður prófkjör í fyrsta sinn Á félagsfundi Viðreisnar í Reykjavík sem lauk rétt í þessu var samþykkt, nær samhljóða, að prófkjör yrði haldið við uppröðun á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum í vor. Allir sitjandi borgarfulltrúar kusu með prófkjöri. 10. janúar 2022 22:08