Hödd vísar því alfarið á bug að um forræðisdeilumál sé að ræða Jakob Bjarnar skrifar 3. febrúar 2022 10:56 Hödd segir það aumt yfirklór hjá Ragnari Gunnarssyni barnsföður hennar að vilja afgreiða deilu þeirra sem svo að um forræðisdeilu sé að ræða. Saga Sig Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og lögfræðingur, segir að um aumt yfirklór barnsföður hennar sé að ræða þegar hann vill meina að deilur þeirra snúist um forræðisdeilumál. „Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“ MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
„Ég hringdi síðast nú í morgun til sýslumanns sem staðfesti að það er ekkert mál tengt forræðisdeilu opið hjá sér,“ segir Hödd í samtali við Vísi. Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg, sem er með stærstu auglýsingastofum landsins, tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér að stíga til hliðar. Tilefni þess er viðtal við Hödd í Vikunni sem birtist í morgun en þar sakar Hödd Ragnar um andlegt og líkamlegt ofbeldi. „Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi.“ Hödd segir hér um aumt yfirklór sé að ræða af hálfu Ragnars og vísar því til föðurhúsanna. Deila þeirra snúist ekki um það, eins og áður sagði, heldur sé hún flókin og hafi farið úr böndunum fyrir mörgum árum. Þau Hödd og Ragnar voru í sambandi sem stóð í fimm ár eða frá 2011. Þau skildu 2016 og eiga eina dóttur saman sem nú er níu ára gömul. Í viðtali Vikunnar, sem er ítarlegt, lýsir Hödd sambandinu meðal annars svona: „Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
„Fyrir ellefu árum kynntist Hödd manni sem kom vel fyrir og var í góðri stöðu í fyrirtækinu sem hann vann hjá þá. Hún segist hafa séð rauð flögg mjög fljótlega eftir að sambandið hófst, jafnvel strax í byrjun. „Þetta var í raun ofbeldissamband strax,“ segir hún alvarleg. „Ef ég sagði eitthvað sem honum mislíkaði brást hann við með ofsareiði þar sem hann virtist algjörlega missa stjórn á sér. Hann öskraði og notaði fjölmörg ljót orð (innsk. blm.: sem blaðamanni finnast ekki passa á síður Vikunnar). Næstu daga eftir skapofsakastið sýndi hann mér algjöra þögn, en svo kom að því að hann hafði náð að róa sig og fór að tala við mig aftur. Hann baðst þó aldrei nokkurn tíma afsökunar á hegðun sinni og framkomu, heldur keypti hann annaðhvort gjafir handa mér eða sagði mér að fara að kaupa mér föt fyrir einhverja ákveðna upphæð. Því fylgdi líka alltaf mikill kvíði þar sem það brást aldrei að ofsareiðin tók aftur yfir þar sem honum fannst ég aldrei nógu þakklát fyrir það sem hann hafði gefið mér og sagði að ég kynni ekki að meta neitt sem hann gerði fyrir mig. Aftur var ég orðin vandamálið í lífi hans og fúkyrðaflaumurinn tók aftur við. Munstrið var líka það að hann bjó til rifrildi og sprengjur að tilefnislausu til að geta rokið út af heimilinu til að djamma eða hvað það nú var sem hann gerði, og kom oft ekki heim fyrr en undir morgun.“
MeToo Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira