Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2022 09:52 Íslandsbanki og Landsbankinn eru samstíga í nýjustu spá sinni. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. Ef það gengur eftir fara meginvextir bankans úr 2,00% í 2,75%, þá sömu og voru við lýði áður en hröð vaxtalækkun Seðlabankans hófst í mars 2020. Þó telur Greining Íslandsbanka talsverðar líkur á því að vextir verði hækkaðir um 0,50 prósentur í næstu viku og skiptar skoðanir verði um málið í peningastefnunefnd. Verðbólga mældist 5,7% í janúar sem er mesta tólf mánaða verðbólga síðan í apríl 2012, eða í um tíu ár. Að sögn Greiningar Íslandsbanka munu versnandi skammtíma verðbólguhorfur og hækkandi langtímavæntingar um verðbólgu vega þungt í ákvörðun nefndarinnar en einnig muni hún horfa til batnandi efnahagsástands frá síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. „Væru það helst áhyggjur af áhrifum á skuldsett heimili og viðkvæma atvinnugeira sem temprað gætu hækkunarvilja nefndarinnar. Verði smærra skrefið stigið að þessu sinni aukast hins vegar að sama skapi líkur á að hækkun vaxta á öðrum fjórðungi ársins verði meiri en ella,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Næsta vaxtaákvörðun í maí Um er að ræða einu vaxtaákvörðun Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi en næsta ákvörðun verður í maíbyrjun. Síðasta ákvörðun var tekin um miðjan nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur úr 1,5% í 2,0%. Bent er á í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans að verðbólga erlendis hafi töluverð áhrif hér á landi og mörg helstu viðskiptalönd Íslands séu að upplifa mestu verðbólgu í þrjá til fjóra áratugi. Vísbendingar séu um að verð erlendra birgja hafi hækkað töluvert um áramótin og að þær hækkanir eigi enn eftir að koma fram í innlendu verðlagi með tilheyrandi verðbólgu. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Ef það gengur eftir fara meginvextir bankans úr 2,00% í 2,75%, þá sömu og voru við lýði áður en hröð vaxtalækkun Seðlabankans hófst í mars 2020. Þó telur Greining Íslandsbanka talsverðar líkur á því að vextir verði hækkaðir um 0,50 prósentur í næstu viku og skiptar skoðanir verði um málið í peningastefnunefnd. Verðbólga mældist 5,7% í janúar sem er mesta tólf mánaða verðbólga síðan í apríl 2012, eða í um tíu ár. Að sögn Greiningar Íslandsbanka munu versnandi skammtíma verðbólguhorfur og hækkandi langtímavæntingar um verðbólgu vega þungt í ákvörðun nefndarinnar en einnig muni hún horfa til batnandi efnahagsástands frá síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. „Væru það helst áhyggjur af áhrifum á skuldsett heimili og viðkvæma atvinnugeira sem temprað gætu hækkunarvilja nefndarinnar. Verði smærra skrefið stigið að þessu sinni aukast hins vegar að sama skapi líkur á að hækkun vaxta á öðrum fjórðungi ársins verði meiri en ella,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Næsta vaxtaákvörðun í maí Um er að ræða einu vaxtaákvörðun Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi en næsta ákvörðun verður í maíbyrjun. Síðasta ákvörðun var tekin um miðjan nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur úr 1,5% í 2,0%. Bent er á í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans að verðbólga erlendis hafi töluverð áhrif hér á landi og mörg helstu viðskiptalönd Íslands séu að upplifa mestu verðbólgu í þrjá til fjóra áratugi. Vísbendingar séu um að verð erlendra birgja hafi hækkað töluvert um áramótin og að þær hækkanir eigi enn eftir að koma fram í innlendu verðlagi með tilheyrandi verðbólgu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira