Spá 0,75 prósentustiga hækkun stýrivaxta á miðvikudag Eiður Þór Árnason skrifar 3. febrúar 2022 09:52 Íslandsbanki og Landsbankinn eru samstíga í nýjustu spá sinni. Vísir/Vilhelm Greining Íslandsbanka og Hagfræðideild Landsbankans spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentur miðvikudaginn 9. febrúar. Ef það gengur eftir fara meginvextir bankans úr 2,00% í 2,75%, þá sömu og voru við lýði áður en hröð vaxtalækkun Seðlabankans hófst í mars 2020. Þó telur Greining Íslandsbanka talsverðar líkur á því að vextir verði hækkaðir um 0,50 prósentur í næstu viku og skiptar skoðanir verði um málið í peningastefnunefnd. Verðbólga mældist 5,7% í janúar sem er mesta tólf mánaða verðbólga síðan í apríl 2012, eða í um tíu ár. Að sögn Greiningar Íslandsbanka munu versnandi skammtíma verðbólguhorfur og hækkandi langtímavæntingar um verðbólgu vega þungt í ákvörðun nefndarinnar en einnig muni hún horfa til batnandi efnahagsástands frá síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. „Væru það helst áhyggjur af áhrifum á skuldsett heimili og viðkvæma atvinnugeira sem temprað gætu hækkunarvilja nefndarinnar. Verði smærra skrefið stigið að þessu sinni aukast hins vegar að sama skapi líkur á að hækkun vaxta á öðrum fjórðungi ársins verði meiri en ella,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Næsta vaxtaákvörðun í maí Um er að ræða einu vaxtaákvörðun Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi en næsta ákvörðun verður í maíbyrjun. Síðasta ákvörðun var tekin um miðjan nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur úr 1,5% í 2,0%. Bent er á í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans að verðbólga erlendis hafi töluverð áhrif hér á landi og mörg helstu viðskiptalönd Íslands séu að upplifa mestu verðbólgu í þrjá til fjóra áratugi. Vísbendingar séu um að verð erlendra birgja hafi hækkað töluvert um áramótin og að þær hækkanir eigi enn eftir að koma fram í innlendu verðlagi með tilheyrandi verðbólgu. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Ef það gengur eftir fara meginvextir bankans úr 2,00% í 2,75%, þá sömu og voru við lýði áður en hröð vaxtalækkun Seðlabankans hófst í mars 2020. Þó telur Greining Íslandsbanka talsverðar líkur á því að vextir verði hækkaðir um 0,50 prósentur í næstu viku og skiptar skoðanir verði um málið í peningastefnunefnd. Verðbólga mældist 5,7% í janúar sem er mesta tólf mánaða verðbólga síðan í apríl 2012, eða í um tíu ár. Að sögn Greiningar Íslandsbanka munu versnandi skammtíma verðbólguhorfur og hækkandi langtímavæntingar um verðbólgu vega þungt í ákvörðun nefndarinnar en einnig muni hún horfa til batnandi efnahagsástands frá síðustu vaxtaákvörðun í nóvember. „Væru það helst áhyggjur af áhrifum á skuldsett heimili og viðkvæma atvinnugeira sem temprað gætu hækkunarvilja nefndarinnar. Verði smærra skrefið stigið að þessu sinni aukast hins vegar að sama skapi líkur á að hækkun vaxta á öðrum fjórðungi ársins verði meiri en ella,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka. Næsta vaxtaákvörðun í maí Um er að ræða einu vaxtaákvörðun Seðlabankans á fyrsta ársfjórðungi en næsta ákvörðun verður í maíbyrjun. Síðasta ákvörðun var tekin um miðjan nóvember þegar stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósentur úr 1,5% í 2,0%. Bent er á í greiningu Hagfræðideildar Landsbankans að verðbólga erlendis hafi töluverð áhrif hér á landi og mörg helstu viðskiptalönd Íslands séu að upplifa mestu verðbólgu í þrjá til fjóra áratugi. Vísbendingar séu um að verð erlendra birgja hafi hækkað töluvert um áramótin og að þær hækkanir eigi enn eftir að koma fram í innlendu verðlagi með tilheyrandi verðbólgu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Seðlabankinn Íslenskir bankar Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira