Haukakonur mættu ákveðnar til leiks og náðu strax yfirhöndinni í leiknum. Staðan í leikhléi 21-11, Haukum í vil og ljóst í hvað stefndi.
Haukar héldu sama takti út leikinn og fór að lokum svo að Haukar unnu tíu marka sigur, 38-28.
Karen Helga Díönudóttir var markahæst Haukakvenna með sjö mörk og Sara Odden gerði sex mörk.
Telma Rut Frímannsdóttir og Katrín Helga Davíðsdóttir atkvæðamestar gestanna með sex mörk hvor.