Ákærðir fyrir að selja Wire-leikara banvæna blöndu fíkniefna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2022 22:02 Michael K. Williams var helst þekktur fyrir leik sinn í The Wire. David Livingston/Getty Images Lögreglan í New York hefur handtekið fjóra einstaklinga í tengslum við andlát leikarans Michael K. Williams. Mennirnir eru grunaðir um að hafa selt Williams banvæna blöndu fentanýls og heróíns. Frændi Williams kom að honum meðvitundarlausum á heimili leikarans í New York 6. september. Williams var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Hann var 54 ára gamall. Niðurstaða réttarmeinafræðingsins var að dauði Williams hefði verið slys. Hann hefði tekið inn of stóran skammt af blöndu kókaíns, heróíns og ópíóíðalyfinu fentanýl. Í frétt New York Times um málið segir að búið sé að ákæra menninna vegna málsins. Þeir hafi meðal annars haldið áfram að selja hina banvænu blöndu eftir að Williams lést, vitandi það að hann hafi látist eftir að keypt efnin af þeim. Williams hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á persónu Omars Little, samkynhneigðs glæpamanns sem sérhæfði sig í að ræna fíkniefnasala, í „The Wire“ sem fjölluðu um samfélagið í Baltimore-borg út frá mörgum hliðum. Þættirnir voru meðal annars í uppáhaldi hjá Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, og var Omar uppáhaldspersóna hans í þáttunum. Leikarinn hafði átt í fíknivanda í gegnum tíðina. Í viðtali árið 2012 sagðist hann hafa verið í neyslu þegar hann lék í „The Wire“ en að hann neytti ekki sterkari efna en kókaíns og maríjúana. „Ég lék mér að eldinum. Það var bara tímaspursmál hvenær ég yrði gripinn og mál mín enduðu á forsíðu slúðurblaðs eða ég lenti í fangelsi, eða enn verra, að það yrði mér að bana,“ sagði Williams þá. Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Andhetjan úr „The Wire“ látin Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall. 6. september 2021 21:06 Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Frændi Williams kom að honum meðvitundarlausum á heimili leikarans í New York 6. september. Williams var úrskurðaður látinn skömmu síðar. Hann var 54 ára gamall. Niðurstaða réttarmeinafræðingsins var að dauði Williams hefði verið slys. Hann hefði tekið inn of stóran skammt af blöndu kókaíns, heróíns og ópíóíðalyfinu fentanýl. Í frétt New York Times um málið segir að búið sé að ákæra menninna vegna málsins. Þeir hafi meðal annars haldið áfram að selja hina banvænu blöndu eftir að Williams lést, vitandi það að hann hafi látist eftir að keypt efnin af þeim. Williams hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á persónu Omars Little, samkynhneigðs glæpamanns sem sérhæfði sig í að ræna fíkniefnasala, í „The Wire“ sem fjölluðu um samfélagið í Baltimore-borg út frá mörgum hliðum. Þættirnir voru meðal annars í uppáhaldi hjá Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseta, og var Omar uppáhaldspersóna hans í þáttunum. Leikarinn hafði átt í fíknivanda í gegnum tíðina. Í viðtali árið 2012 sagðist hann hafa verið í neyslu þegar hann lék í „The Wire“ en að hann neytti ekki sterkari efna en kókaíns og maríjúana. „Ég lék mér að eldinum. Það var bara tímaspursmál hvenær ég yrði gripinn og mál mín enduðu á forsíðu slúðurblaðs eða ég lenti í fangelsi, eða enn verra, að það yrði mér að bana,“ sagði Williams þá.
Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Bandaríkin Tengdar fréttir Andhetjan úr „The Wire“ látin Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall. 6. september 2021 21:06 Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Andhetjan úr „The Wire“ látin Michael K. Williams, bandaríski leikarinn hvers stjarna reis hæst í þáttunum „The Wire“, fannst látinn í íbúð sinni í New York í dag. Hann var 54 ára gamall. 6. september 2021 21:06
Wire-stjarnan lést úr ofskammti af eiturlyfjum Réttarmeinafræðingur í New York hefur úrskurðað að Michael K. Williams, leikarinn sem var helst þekktur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðinni The Wire, hafi látist af því að hafa tekið óvart of stóran skammt af blöndu eiturlyfja og lyfja. 25. september 2021 08:47