Engin tölfræði til um byrlanir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2022 21:03 Ráðherra hyggst hefja vinnu við gerð nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota en núgildandi áætlun rennur úr gildi við lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Byrlun er ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í refsilöggjöf á Íslandi og því eru engar tölfræðiupplýsingar um byrlanir eða tilraunir til byrlana til hér á landi. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Lenyu Rúnar Taha Karim varaþingmanns Pírata. Í svari dómsmálaráðherra segir að byrlun kunni að vera verknaðarþáttur í ákveðnum tegundum afbrota, til að mynda nauðgunar og annarra kynferðisbrota. Þar sem byrlun sé ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í löggjöf sé ekki sérstök skilgreining í kerfum lögreglu sem varði byrlun og þar af leiðandi séu engar tölfræðilegar upplýsingar um byrlanir til. Lenya Rún spyr Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig út í verklag lögreglu þegar grunur leikur á að manneskju hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir að einhver embætti hafi sett sérstakar verklagsreglur er varða rannsókn slíkra mála en það hafi önnur enn ekki gert. „Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á landinu er mikil áhersla lögð á að blóð- og þvagsýni séu tekin svo fljótt sem auðið er eftir að upp kemur grunur um byrlun. Þá leggur lögreglan áherslu á öflun annarra sönnunargagna sem upplýst geta um málsatvik,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Sönnunargögnin geti verið glas sem þolandi á að hafa drukkið úr eða upptökur úr öryggismyndavélum. Leiði starfshóp um forvarnir Þá er dómsmálaráðherra spurður að því hvernig hyggist bregðast við aukinni umræðu um kynferðisbrot og þá sérstaklega þau brot þar sem grunur er að þolanda hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir embættið markvisst hafa unnið að aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi að undanförnu. „Nú hefur ráðherra falið ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Þá mun hópurinn standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu,“ segir meðal annars í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Leynu Rúnar varaþingmanns Pírata. Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Í svari dómsmálaráðherra segir að byrlun kunni að vera verknaðarþáttur í ákveðnum tegundum afbrota, til að mynda nauðgunar og annarra kynferðisbrota. Þar sem byrlun sé ekki skilgreind sem sjálfstætt brot í löggjöf sé ekki sérstök skilgreining í kerfum lögreglu sem varði byrlun og þar af leiðandi séu engar tölfræðilegar upplýsingar um byrlanir til. Lenya Rún spyr Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra einnig út í verklag lögreglu þegar grunur leikur á að manneskju hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir að einhver embætti hafi sett sérstakar verklagsreglur er varða rannsókn slíkra mála en það hafi önnur enn ekki gert. „Samkvæmt upplýsingum frá lögregluembættum á landinu er mikil áhersla lögð á að blóð- og þvagsýni séu tekin svo fljótt sem auðið er eftir að upp kemur grunur um byrlun. Þá leggur lögreglan áherslu á öflun annarra sönnunargagna sem upplýst geta um málsatvik,“ segir í svari dómsmálaráðherra. Sönnunargögnin geti verið glas sem þolandi á að hafa drukkið úr eða upptökur úr öryggismyndavélum. Leiði starfshóp um forvarnir Þá er dómsmálaráðherra spurður að því hvernig hyggist bregðast við aukinni umræðu um kynferðisbrot og þá sérstaklega þau brot þar sem grunur er að þolanda hafi verið byrlað. Dómsmálaráðherra segir embættið markvisst hafa unnið að aðgerðum í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi að undanförnu. „Nú hefur ráðherra falið ríkislögreglustjóra að leiða starfshóp um forvarnir og vitundarvakningu gegn kynferðisbrotum og kynbundnu ofbeldi og áreiti. Skal hópurinn styðja við uppbyggingu á samstarfi lögreglu og samstarfsaðila gegn ofbeldi og afleiðingum þess. Þá mun hópurinn standa fyrir almennri vitundarvakningu um kynbundið ofbeldi í samfélaginu,“ segir meðal annars í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Leynu Rúnar varaþingmanns Pírata.
Kynferðisofbeldi Alþingi Píratar Næturlíf Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09 Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40 Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Dómsmálaráðherra leggur til að brotaþolar fái aukið vægi Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp á næstu dögum eða vikum þar sem tekið verður á réttarstöðu brotaþola í kynferðisbrotamálum, þannig að þeim verði veitt aukið aðgengi að málum sínum. Þá verði unnið að því að bæta málsmeðferðartíma og ráðist í samfélagslegt átak til að fækka kynferðisbrotum hér á landi. 2. febrúar 2022 18:09
Taka þurfi byrlanir alvarlega en sönnun sé helsta hindrunin Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að réttarvörslukerfið taki vel á byrlunarmálum og að frásagnir af slíku séu teknar alvarlega. Fyrst og fremst þurfi að horfa til ábyrgðar gerenda. 25. október 2021 17:40
Kannast ekkert við byrlunarfaraldur í Reykjavík Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu og eigendur skemmtistaða og pöbba í miðbæ Reykjavíkur kannast ekki við það að byrlunarfaraldur geysi í miðbæ Reykjavíkur. Eigandi Bankastræti Club í Reykjavík segist vita um nokkur tilvik sem upp hafi komið á staðnum undanfarnar vikur og fleiri stöðum. 22. október 2021 14:57