Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19 Snorri Másson skrifar 2. febrúar 2022 23:30 Það þarf átaks við til að fá íslenska karlmenn til að nota smokk. Vísir/Egill Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum. „Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís. Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það væri svolítið mikið á Þórólf lagt að vera með tvo faraldra í gangi,“ segir Sigríður Óladóttir læknanemi. Íslendingar hafa undanfarin ár verið Evrópumeistarar í klamydíu. Tölfræðin á þessu ári sýnir ekkert lát á útbreiðslu sjúkdómsins miðað við síðustu ár; það greinast um 2.000 á ári með sjúkdóminn. „Eiginlega sama hvað erum við alltaf með metið. Umræðan um smokkinn er einhvern veginn þannig að það vanti upp á að litið sé þetta sem eðlilegan hlut. Umræðan verður svolítið neikvæð oft,“ segir Snædís Inga Rúnarsdóttir læknanemi. „Fólk er kannski svolítið feimið við smokkinn. Síðan hefur nú verið heimsfaraldur í tvö ár og nú á allt að opna aftur, þá þurfum við kannski að passa okkur á klamydíunni aftur. Þetta verður minni grímur og meiri smokkar,“ segir Sigríður. Næst á dagskrá hjá Ástráði, kynfræðslufélags læknanema, er að fara bæði í skóla og á meðal almennings með klassíska fræðslu um smokkinn. Nota íslenskir karlmenn ekki smokka? „Ekki nógu mikið alla vega. Klamydíusmitin og kynsjúkdómasmitin almennt eru bara að sýna okkur það. Það mætti bæta töluvert úr því,“ segir Snædís Inga. „Það virðist sem traustið sé oft sett á aðrar getnaðarvarnir. Smokkurinn er náttúrulega óvinsæll fyrir þær sakir að það þarf fyrirhöfn,“ segur Sigríður. Snædís Inga Rúnarsdóttir og Sigríður Óladóttir læknanemar fræða um kynheilbrigði á vegum Ástráðs, félags læknanema.Vísir/Egill Þetta gildir ekki aðeins um ungt fólk, heldur alla aldurshópa. Sárasótt og lekandi eru einnig að valda vandræðum; og þótt klamydía sé ekki stórhættuleg, er hún sannarlega ekkert grín. „Hún getur valdið ófrjósemi og fyrir einstaklinga sem eru með píku eru einkennin svo lítil. Þannig að þú veist kannski ekki af því ef þú ert smitaður og þess vegna skiptir tjekkið máli, til að koma í veg fyrir það,“ segir Snædís.
Kynlíf Heilbrigðismál Tengdar fréttir Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01 Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00 „Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Setja Smokkaleikinn í loftið til að berjast gegn kynsjúkdómum Íslendingar eiga Evrópumet í kynsjúkdómum og hefur landlæknir sett á laggirnar Smokkaleik til að efla vitund þjóðarinnar um varnir gegn þessari vá. 8. september 2021 21:01
Fæstir taka með sér verjur út á lífið Enginn veit hvar eða hvenær þú hittir einhvern sem heillar og blossarnir kvikna. Þráin tekur yfir og ástarævintýrið, já eða næturævintýrið, byrjar. 25. október 2021 20:00
„Allir eiga að ganga með smokkinn“ Sigga Dögg kynfræðingur segir að grettistak þurfi til að nálgast smokkinn á opinskáan hátt. Samkvæmt niðurstöðum síðustu könnunar makamála notar aðeins helmingur verjur við skyndikynni. 7. febrúar 2020 09:30