ISIS-liðar stinga aftur upp kollinum í Írak og Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2022 14:35 Búnaður ISIS-liða sem féll nýverið í bardögum í Sýrlandi. AP/SDF Vígamenn Íslamska ríkisins stinga sífellt oftar upp kollinum í Írak og Sýrlandi. Þó samtökin séu langt frá því að ná fyrri hafa meðlimir samtakanna fyllt upp í tómarúm sem myndast hefur í norðurhluta Íraks og í Sýrlandi. Undanfarna mánuði hefur árásum ISIS-liða fjölgað og umfang þeirra orðið meira. „Lögreglan og herinn koma ekki hingað lengur. Ef þeir gera það, þá skjóta vígamenn á þá,“ sagði Yousif Ibrahim sem býr í bænum Jalawla í Írak við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Yousif segist hættur að ferðast á kvöldin vegna ISIS-liða og af ótta við að lenda í árásum þeirra en Jalawla er skammt norður af Baghdad. Í janúar felldu ISIS-liðar ellefu hermenn í þorpi nærri Jalawla. Sama dag gerðu ISIS-liðar árás á fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar reka í Sýrlandi og reyndu að frelsa fjölda meðlima. Minnst tvö hundruð fangar féllu í átökunum í árásinni og kjölfar hennar auk fjörutíu manna úr sveitum Kúrda, 77 fangavarða og fjögurra borgara. Sjá einnig: Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Tæp þrjú ár eru síðan kalífadæmi Íslamska ríkisins hvarf af sjónarsviðinu. Um það leyti þegar kalífadæmið féll voru að mestu erlendir vígamenn eftir í samtökunum en meðlimir frá Írak og Sýrlandi laumuðu sér margir hverjir heim aftur og hafa haldið sig í skuggunum síðan. Jabar Yawar, sem er háttsettur meðlimur Peshmerga-sveita Kúrda í Norður-Írak, segir ISIS-liða langt frá því að vera álíka öfluga og árið 2014, þegar þeir lögðu undir sig stóran hluta Íraks og Sýrlands. Burðir ISIS-liða sé takmarkaður og þeir njóti ekki sterkrar leiðsagnar að ofan. Hins vegar verði samtökin til og menn tilbúnir til að ganga til liðs við þau, svo lengi sem ekki finnist lausn á pólitískum deilum mismunandi ættbálka, fylkinga og trúarhópa á svæðinu. Sýrlenskir Kúrdar í eftirlitsferð eftir umfangsmikla árás ISIS-liða á fanelsi í Sýrlandi.AP/Baderkhan Ahmad Íbúar og embættismenn á svæðinu sem fréttaveitan ræddi við segja slæmt öryggisástand og deilur milli þeirra aðila sem brutu kalífadæmið á bak aftur koma vera byr á vængi ISIS-liða. Sveitir á vegum Írans ráðist á sveitir Bandaríkjanna, Tyrkir ráðist á Kúrda í Írak og Sýrlandi og deilur milli ríkisstjórnar Íraks og Kúrda í norðurhluta landsins og svo megi áfram telja. Átök og deilur séu vatn á myllu Íslamska ríkisins og skapi ástand þar sem samtökin geti þrífst, eins og þau gerðu á árum áður. Írak Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS. 24. nóvember 2021 16:19 Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25 Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. 26. ágúst 2021 22:44 Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks. 30. janúar 2021 21:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur árásum ISIS-liða fjölgað og umfang þeirra orðið meira. „Lögreglan og herinn koma ekki hingað lengur. Ef þeir gera það, þá skjóta vígamenn á þá,“ sagði Yousif Ibrahim sem býr í bænum Jalawla í Írak við blaðamann Reuters fréttaveitunnar. Yousif segist hættur að ferðast á kvöldin vegna ISIS-liða og af ótta við að lenda í árásum þeirra en Jalawla er skammt norður af Baghdad. Í janúar felldu ISIS-liðar ellefu hermenn í þorpi nærri Jalawla. Sama dag gerðu ISIS-liðar árás á fangelsi sem sýrlenskir Kúrdar reka í Sýrlandi og reyndu að frelsa fjölda meðlima. Minnst tvö hundruð fangar féllu í átökunum í árásinni og kjölfar hennar auk fjörutíu manna úr sveitum Kúrda, 77 fangavarða og fjögurra borgara. Sjá einnig: Harðir bardagar eftir flótta ISIS-liða Tæp þrjú ár eru síðan kalífadæmi Íslamska ríkisins hvarf af sjónarsviðinu. Um það leyti þegar kalífadæmið féll voru að mestu erlendir vígamenn eftir í samtökunum en meðlimir frá Írak og Sýrlandi laumuðu sér margir hverjir heim aftur og hafa haldið sig í skuggunum síðan. Jabar Yawar, sem er háttsettur meðlimur Peshmerga-sveita Kúrda í Norður-Írak, segir ISIS-liða langt frá því að vera álíka öfluga og árið 2014, þegar þeir lögðu undir sig stóran hluta Íraks og Sýrlands. Burðir ISIS-liða sé takmarkaður og þeir njóti ekki sterkrar leiðsagnar að ofan. Hins vegar verði samtökin til og menn tilbúnir til að ganga til liðs við þau, svo lengi sem ekki finnist lausn á pólitískum deilum mismunandi ættbálka, fylkinga og trúarhópa á svæðinu. Sýrlenskir Kúrdar í eftirlitsferð eftir umfangsmikla árás ISIS-liða á fanelsi í Sýrlandi.AP/Baderkhan Ahmad Íbúar og embættismenn á svæðinu sem fréttaveitan ræddi við segja slæmt öryggisástand og deilur milli þeirra aðila sem brutu kalífadæmið á bak aftur koma vera byr á vængi ISIS-liða. Sveitir á vegum Írans ráðist á sveitir Bandaríkjanna, Tyrkir ráðist á Kúrda í Írak og Sýrlandi og deilur milli ríkisstjórnar Íraks og Kúrda í norðurhluta landsins og svo megi áfram telja. Átök og deilur séu vatn á myllu Íslamska ríkisins og skapi ástand þar sem samtökin geti þrífst, eins og þau gerðu á árum áður.
Írak Sýrland Hernaður Tengdar fréttir Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS. 24. nóvember 2021 16:19 Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25 Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24 Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40 Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. 26. ágúst 2021 22:44 Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks. 30. janúar 2021 21:32 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Senda hundruð Talibana gegn Íslamska ríkinu Talibanar ætla að auka á þrýsting þeirra gegn Íslamska ríkinu í Afganistan. Hundruð Talibana hafa verið sendir til austurhluta landsins þar sem þeir eiga að herja á vígamenn ISIS. 24. nóvember 2021 16:19
Bandaríkjamenn drápu tugi kvenna og barna í loftárásum Bandaríkjamenn drápu að minnsta kosti 64 konur og börn í mannskæðum árásum á Íslamska ríkið í mars árið 2019. Reynt var að afmá ummerki um árásirnar. 14. nóvember 2021 10:25
Kanadískur ISIS-liði fer fyrir dóm í Bandaríkjunum Kanadamaðurinn Mohammed Khalifa var nýlega fluttur frá Sýrlandi til Bandaríkjanna þar sem hann verður látinn svara til sakar fyrir þáttöku sína í voðaverkum Íslamska ríkisins. 2. október 2021 22:24
Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að franskir hermenn hafi fellt leiðtoga Íslamska ríkisins í Sahel. Adnan Abu Walid al-Sahrawi var meðal annars eftirsóttur af vesturlöndum vegna mannskæðra árása á bandaríska hermenn og hjálparstarfsmenn. 16. september 2021 11:40
Hver eru hryðjuverkasamtökin ISIS-K? Hryðjuverkasamtökin ISIS-K lýstu í kvöld yfir ábyrgð á sprengjuárásunum á alþjóðaflugvellinum í Kabúl fyrr í dag, sem bönuðu hátt í hundrað manns. 26. ágúst 2021 22:44
Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks. 30. janúar 2021 21:32