Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. febrúar 2022 23:35 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexander Zemlianichenko Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir forsetanum, en um er að ræða fyrsta skiptið sem hann tjáir sig almennilega um ástandið sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Hann segir markmið Bandaríkjanna vera að lokka Rússland til átaka við Úkraínu, með það að augnamiði að leggja viðskiptaþvinganir á Rússland. Þá sagði hann Bandaríkin hundsa með öllu áhyggjur Rússa af umsvifum evrópskra aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins í álfunni. Líkt og fjallað hefur verið um hefur viðvera rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu valdið miklum titringi milli ríkjanna. Rússar hafa neitað ásökunum vesturlanda um að innrás í Úkraínu sé yfirvofandi. Tæp átta ár eru síðan Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu og studdu blóðuga uppreisn í austurhluta Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld hafa á móti sakað ríkisstjórn Úkraínu um að hafa látið hjá líða að fylgja eftir samkomulagi um að koma á friði í austurhluta landsins. Minnst 14.000 manns hafa fallið þar en uppreisnarmenn, studdir af Rússum, stjórna stórum svæðum þar. Segir Bandaríkin nota Úkraínu Pútin fundaði í dag með Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að loknum fundinum sagðist hann ekki sannfærður um að heilindi lægju að baki því sem Bandaríkin hafa haldið fram um mögulega árás Rússlands inn í Úkraínu. „Mér virðist sem Bandaríkjunum sé ekki svo umhugað um öryggi Úkraínu, heldur sé aðalmarkmið þeirra að koma í veg fyrir framgang Rússlands. Að þessu leyti er Úkraína aðeins verkfæri til þess að ná þessu markmiði.“ Pútín sagði þá að Bandaríkjamenn hefðu skellt skollaeyrum við áhyggjum Rússa af öryggi í austurhluta Evrópu. Rússar hafa meðal annars farið fram á lagalega bindandi tryggingu fyrir því að Atlantshafsbandalagið teygi sig ekki lengra í austur en þegar er. Austustu Evrópuríki bandalagsins eru Eistland, Lettland og Litháen, en tvö fyrrnefndu eiga landamæri að Rússlandi til austurs. Hvorki Úkraína né Hvíta-Rússland, nágrannaríki Rússlands, eru aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Pútin virðist hins vegar hafa áhyggjur af því að Úkraína fái það í gegn að ganga í bandalagið, sem honum hugnast alls ekki, og gefur í skyn að Úkraína gæti þannig dregið allt bandalagið með sér í stríð við Rússland. „Segjum að Úkraína væri í bandalaginu og myndi hefja hernaðaraðgerðir [til þess að endurheimta Krímskaga]. Hvernig eigum við að berjast við Atlantshafsbandalagið? Hefur einhver hugsað um það? Svo virðist ekki vera.“ Vill hermennina burt frá landamærunum og segist til í að tala Fyrr í dag átti Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, símafund með Sergei Lavrov, kollega sínum í Moskvu, þar sem hann sagði tíma til kominn að Rússar kölluðu til baka hermennina sem nú væru við landamæri Úkraínu. Það er, ef það væri satt að Rússar hygðu ekki á innrás. Þá sagði hann Bandaríkin tilbúin að halda áfram viðræðum við Rússa um mögulegar áhyggjur þeirra síðarnefndu af öryggi í austurhluta Evrópu. Bandaríkin Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir forsetanum, en um er að ræða fyrsta skiptið sem hann tjáir sig almennilega um ástandið sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Hann segir markmið Bandaríkjanna vera að lokka Rússland til átaka við Úkraínu, með það að augnamiði að leggja viðskiptaþvinganir á Rússland. Þá sagði hann Bandaríkin hundsa með öllu áhyggjur Rússa af umsvifum evrópskra aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins í álfunni. Líkt og fjallað hefur verið um hefur viðvera rússneskra hermanna við landamæri Úkraínu valdið miklum titringi milli ríkjanna. Rússar hafa neitað ásökunum vesturlanda um að innrás í Úkraínu sé yfirvofandi. Tæp átta ár eru síðan Rússar innlimuðu Krímskaga frá Úkraínu og studdu blóðuga uppreisn í austurhluta Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld hafa á móti sakað ríkisstjórn Úkraínu um að hafa látið hjá líða að fylgja eftir samkomulagi um að koma á friði í austurhluta landsins. Minnst 14.000 manns hafa fallið þar en uppreisnarmenn, studdir af Rússum, stjórna stórum svæðum þar. Segir Bandaríkin nota Úkraínu Pútin fundaði í dag með Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að loknum fundinum sagðist hann ekki sannfærður um að heilindi lægju að baki því sem Bandaríkin hafa haldið fram um mögulega árás Rússlands inn í Úkraínu. „Mér virðist sem Bandaríkjunum sé ekki svo umhugað um öryggi Úkraínu, heldur sé aðalmarkmið þeirra að koma í veg fyrir framgang Rússlands. Að þessu leyti er Úkraína aðeins verkfæri til þess að ná þessu markmiði.“ Pútín sagði þá að Bandaríkjamenn hefðu skellt skollaeyrum við áhyggjum Rússa af öryggi í austurhluta Evrópu. Rússar hafa meðal annars farið fram á lagalega bindandi tryggingu fyrir því að Atlantshafsbandalagið teygi sig ekki lengra í austur en þegar er. Austustu Evrópuríki bandalagsins eru Eistland, Lettland og Litháen, en tvö fyrrnefndu eiga landamæri að Rússlandi til austurs. Hvorki Úkraína né Hvíta-Rússland, nágrannaríki Rússlands, eru aðildarríki Atlantshafsbandalagsins. Pútin virðist hins vegar hafa áhyggjur af því að Úkraína fái það í gegn að ganga í bandalagið, sem honum hugnast alls ekki, og gefur í skyn að Úkraína gæti þannig dregið allt bandalagið með sér í stríð við Rússland. „Segjum að Úkraína væri í bandalaginu og myndi hefja hernaðaraðgerðir [til þess að endurheimta Krímskaga]. Hvernig eigum við að berjast við Atlantshafsbandalagið? Hefur einhver hugsað um það? Svo virðist ekki vera.“ Vill hermennina burt frá landamærunum og segist til í að tala Fyrr í dag átti Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, símafund með Sergei Lavrov, kollega sínum í Moskvu, þar sem hann sagði tíma til kominn að Rússar kölluðu til baka hermennina sem nú væru við landamæri Úkraínu. Það er, ef það væri satt að Rússar hygðu ekki á innrás. Þá sagði hann Bandaríkin tilbúin að halda áfram viðræðum við Rússa um mögulegar áhyggjur þeirra síðarnefndu af öryggi í austurhluta Evrópu.
Bandaríkin Rússland Úkraína Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57 „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26 Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Deildu hart um ástandið á landamærum Rússlands og Úkraínu Rússar og Bandaríkjamenn deildu hart á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York í nótt. 1. febrúar 2022 07:57
„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. 31. janúar 2022 23:26