Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins Kristján Már Unnarsson skrifar 1. febrúar 2022 20:57 Vilhelm Þorsteinsson EA við bryggju í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Samherji Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina. Börkur NK að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með loðnufarminn stóra.SVN/Ómar Bogason Vilhelm sigldi með aflann til Færeyja þar sem bræðslurnar á Íslandi hafa ekki undan í mokveiðinni þessa dagana en loðnan veiddist á miðunum austur af Langanesi. „Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja. Frá Fuglafirði í gær. Þegar löndun lauk reyndust 3.448 tonn hafa komið upp úr lestum Vilhelms Þorsteinssonar.Samherji Fram kemur að það hafi tekið rúmlega tuttugu klukkustundir að dæla úr Vilhelm Þorsteinssyni í Fuglafirði. Haft er eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra að Færeyingarnir hafi verið afskaplega ánægðir með gæði aflans og fituinnihald. „Við leystum landfestar í Fuglafirði á sjöunda tímanum í morgun og nú er bara að sigla á miðin,“ segir Guðmundur skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson eru skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni.Samherji Börkur heldur þó stöðu sinni sem aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með samtals 18.799 tonn, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Í öðru sæti er Venus NS með 15.417 tonn og Heimaey VE er í þriðja sæti með 15.316 tonn. Fjögur skip koma þar á eftir; Víkingur AK, Jón Kjartansson SU, Aðasteinn Jónsson SU og Beitir NK, með afla á bilinu 14.300 til 14.500 tonn. Heildarveiði íslensku loðnuskipanna á vertíðinni er komin í 253 þúsund tonn, sem eru 38 prósent af 662 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Færeyjar Akureyri Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Börkur NK að leggjast að bryggju á Seyðisfirði síðastliðinn föstudag með loðnufarminn stóra.SVN/Ómar Bogason Vilhelm sigldi með aflann til Færeyja þar sem bræðslurnar á Íslandi hafa ekki undan í mokveiðinni þessa dagana en loðnan veiddist á miðunum austur af Langanesi. „Þessi systurskip eru þau burðarmestu í flotanum, metin falla með öðrum orðum hratt á þessari stærstu loðnuvertíð um langt árabil. Og þetta er ekki aðeins Íslandsmet í lönduðum loðnuafla, einnig heimsmet,“ segir í frétt á heimasíðu Samherja. Frá Fuglafirði í gær. Þegar löndun lauk reyndust 3.448 tonn hafa komið upp úr lestum Vilhelms Þorsteinssonar.Samherji Fram kemur að það hafi tekið rúmlega tuttugu klukkustundir að dæla úr Vilhelm Þorsteinssyni í Fuglafirði. Haft er eftir Guðmundi Þ. Jónssyni skipstjóra að Færeyingarnir hafi verið afskaplega ánægðir með gæði aflans og fituinnihald. „Við leystum landfestar í Fuglafirði á sjöunda tímanum í morgun og nú er bara að sigla á miðin,“ segir Guðmundur skipstjóri. Guðmundur Þ. Jónsson og Birkir Hreinsson eru skipstjórar á Vilhelm Þorsteinssyni.Samherji Börkur heldur þó stöðu sinni sem aflahæsta skipið á loðnuvertíðinni til þessa, með samtals 18.799 tonn, samkvæmt tölum Fiskistofu í dag. Í öðru sæti er Venus NS með 15.417 tonn og Heimaey VE er í þriðja sæti með 15.316 tonn. Fjögur skip koma þar á eftir; Víkingur AK, Jón Kjartansson SU, Aðasteinn Jónsson SU og Beitir NK, með afla á bilinu 14.300 til 14.500 tonn. Heildarveiði íslensku loðnuskipanna á vertíðinni er komin í 253 þúsund tonn, sem eru 38 prósent af 662 þúsund tonna kvóta Íslendinga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Færeyjar Akureyri Fjarðabyggð Múlaþing Tengdar fréttir Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Sjá meira
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Líklega mesta loðnuveiði sögunnar Börkur NK sem gerir út frá Seyðisfirði landaði 3.211 tonnum af loðnu í fiskimjölsverkmiðju Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði í gær. Verksmiðjustjóri segir þetta stærsta loðnufarm sem hann hafi heyrt um. 14. janúar 2022 15:28