Danir felldu grímuna á miðnætti þegar öllum takmörkunum var aflétt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. febrúar 2022 21:00 Katrín Ósk Ásgeirsdóttir. instagram Danir köstuðu af sér grímunum á miðnætti þegar öllum samkomutakmörkum var aflétt þar í landi. Bareigandi sagðist spenntur að fá að taka á móti fólki á ný og segir Íslendingur að háskólanemar ætli að djamma fram á nótt. Sóttvarnalæknir vill ekki fara sömu leið og Danir. Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Svona var stemningin á börum Danmerkur á miðnætti þegar öllum samkomutamkörkunum var aflétt. Danir hafa kvatt grímuskylduna, kórónupassann og skertan opnunartíma skemmtistaða. Ástæðan er einföld: Covid-19 er ekki lengur skilgreindur sem sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. Íslendingur sem búsettur er í Árósum segir að það hafi verið mikil spenna í loftinu þegar klukkan sló tólf á miðnætti. „Danir eru miklir djammarar þannig það var sárt fyrir þá að missa bæinn,“ sagði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir, íbúi í Árósum. Starfsmenn kráa spenntir „Þetta er spennandi og yndislegt. Við hlökkum fyrst og fremst til þess að bjóða gesti okkar velkomna á ný,“ sagði Nicholas Hjortshøj, rekstraraðili. „Það var nú bara í gær á miðnætti sem var mjög mikið líf í bænum og manni leið eins og það væri föstudagur en það var mánudagur sem var mjög athyglisvert,“ sagði Katrín Ósk. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur vill aflétta í skrefum Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir Dani á undan okkur í faraldrinum. Honum hugnast ekki að fara sömu leið og þeir og vill aflétta í skrefum. „Við erum komnir af stað í afléttingarferli og ég held að allir ættu að vera glaðir með það en ekki svona gramir yfir því að við séum ekki að gera eins og einhverjir aðrir,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Háskólanemar fagna Rúmlega 45 þúsund greindust smitaðir af kórónuveirunni í Danmörku í gær og er metfjöldi smita sleginn dag eftir dag. Katrín segir marga smeyka um framhaldið, sérstaklega eldra fólk - en almennt skynjar hún ánægju með ákvörðun stjórnvalda hjá þeim yngri og ætla háskólanemar að fagna í kvöld. „Það er svaka partí í kvöld, á þriðjudegi eins og Dönum sæmir, þá er háskólinn í Árósum að standa fyrir opunarpartí eins og þeir kalla það,“ sagði Katrín Ósk. Sjálf hlakkar Katrín til þess að hitta samnemendur með öðrum hætti en á Zoom. „Ég hugsa að ég kíki nú í partí í skólanum og fæ að sjá samnemendur mína í öðru ljósi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Samkomubann á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira