Goldberg vekur reiði með ummælum um Helförina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. febrúar 2022 07:30 Goldberg hlaut Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í Ghost. epa/Paul Buck Leikkonan og sjónvarpsþáttastjórnandinn Whoopi Goldberg hefur vakið mikla reiði í Bandaríkjunum með því að staðhæfa í spjallþættinum The View á ABC að Helförin hefði ekki snúist um ólíka kynþætti. Til umræðu var bann skólayfirvalda í Tennessee á bókunum Maus, þar sem gyðingar eru mýs og nasistar kettir. Bækurnar hafa unnið til fjölda verðlauna en voru bannaðar sökum blótsyrða, nektar og sjálfsvíga, sem yfirvöldum þykja ekki við hæfi 13 ára unglinga. Goldberg sagði í spjalli við aðra þáttastjórnendur að það kæmi henni á óvart að nekt væri orsök þess að bækurnar væru bannaðar, ekki sú staðreynd að þær fjölluðu um morðið á sex milljónum einstaklinga. No @WhoopiGoldberg, the #Holocaust was about the Nazi’s systematic annihilation of the Jewish people – who they deemed to be an inferior race. They dehumanized them and used this racist propaganda to justify slaughtering 6 million Jews. Holocaust distortion is dangerous. #ENOUGH https://t.co/koS1kuspqV— Jonathan Greenblatt (@JGreenblattADL) January 31, 2022 „Ef við ætlum að gera þetta, segjum þá satt. Því Helförin snérist ekki um kynþætti. Nei, hún snérist ekki um kynþátt,“ sagði Goldberg. Joy Behar, meðstjórnandi Goldberg, benti hins vegar á að nasistarnir hefðu haldið því fram að gyðingar væru annar kynþáttur. Goldberg gaf hins vegar ekki eftir og sagði Helförina ekki hafa snúist um kynþætti heldur um grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. „En þetta snérist um hvíta kynþáttahyggju,“ sagði þá Ana Navarro, annar meðstjórnandi Goldberg. „Þetta snérist um ofsóknir á hendur gyðingum og sígaunum og Rómafólki,“ sagði hún. Goldberg svaraði þá með því að segja að um væri að ræða átök tveggja hvítra hópa. Whoopi Goldberg: "The Holocaust isn't about race!"Hitler in "Mein Kampf": "Is not their very existence founded on one great lie, namely, that they are a religious community, where as in reality they are a race?"— Ben Shapiro (@benshapiro) January 31, 2022 Ummæli Goldberg voru harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, þar sem leikkonunni var meðal annars bent á að nasistar hefðu sannarlega haldið því fram að gyðingar væru annar og óæðri kynþáttur. Goldberg baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist hefðu átt að segja að Helförin hefði bæði snúist um kynþætti og grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. Gyðingar hefðu ávallt átt stuðningsmann í henni og myndu eiga áfram. pic.twitter.com/KUpdyhQnho— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) February 1, 2022 Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Til umræðu var bann skólayfirvalda í Tennessee á bókunum Maus, þar sem gyðingar eru mýs og nasistar kettir. Bækurnar hafa unnið til fjölda verðlauna en voru bannaðar sökum blótsyrða, nektar og sjálfsvíga, sem yfirvöldum þykja ekki við hæfi 13 ára unglinga. Goldberg sagði í spjalli við aðra þáttastjórnendur að það kæmi henni á óvart að nekt væri orsök þess að bækurnar væru bannaðar, ekki sú staðreynd að þær fjölluðu um morðið á sex milljónum einstaklinga. No @WhoopiGoldberg, the #Holocaust was about the Nazi’s systematic annihilation of the Jewish people – who they deemed to be an inferior race. They dehumanized them and used this racist propaganda to justify slaughtering 6 million Jews. Holocaust distortion is dangerous. #ENOUGH https://t.co/koS1kuspqV— Jonathan Greenblatt (@JGreenblattADL) January 31, 2022 „Ef við ætlum að gera þetta, segjum þá satt. Því Helförin snérist ekki um kynþætti. Nei, hún snérist ekki um kynþátt,“ sagði Goldberg. Joy Behar, meðstjórnandi Goldberg, benti hins vegar á að nasistarnir hefðu haldið því fram að gyðingar væru annar kynþáttur. Goldberg gaf hins vegar ekki eftir og sagði Helförina ekki hafa snúist um kynþætti heldur um grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. „En þetta snérist um hvíta kynþáttahyggju,“ sagði þá Ana Navarro, annar meðstjórnandi Goldberg. „Þetta snérist um ofsóknir á hendur gyðingum og sígaunum og Rómafólki,“ sagði hún. Goldberg svaraði þá með því að segja að um væri að ræða átök tveggja hvítra hópa. Whoopi Goldberg: "The Holocaust isn't about race!"Hitler in "Mein Kampf": "Is not their very existence founded on one great lie, namely, that they are a religious community, where as in reality they are a race?"— Ben Shapiro (@benshapiro) January 31, 2022 Ummæli Goldberg voru harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum, þar sem leikkonunni var meðal annars bent á að nasistar hefðu sannarlega haldið því fram að gyðingar væru annar og óæðri kynþáttur. Goldberg baðst í kjölfarið afsökunar og sagðist hefðu átt að segja að Helförin hefði bæði snúist um kynþætti og grimmd mannsins gegn öðrum mönnum. Gyðingar hefðu ávallt átt stuðningsmann í henni og myndu eiga áfram. pic.twitter.com/KUpdyhQnho— Whoopi Goldberg (@WhoopiGoldberg) February 1, 2022
Seinni heimsstyrjöldin Bandaríkin Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira