„Það er eins og þið viljið að það komi til átaka“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2022 23:26 Öryggisráðið fundaði í höfuðstöðvum Sameinðu þjóðanna í New York í dag. EPA-EFE/JASON SZENES Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundaði í dag til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. Fulltrúi Rússa segir stjórnmálamenn vesturlanda ímynda sér aðstæður með orðagjálfri og dylgjum. Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og ýmislegt bendir til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Þetta var í fyrsta sinn sem öryggisráðið fundaði til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en fundurinn var haldinn að beiðni Bandaríkjanna. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir fundinn hafa skilað litlum árangri. CNN greinir frá. „Ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið mun það ekki koma neinum á óvart. Og afleiðingarnar verða hörmulegar. Ég vona innilega að Rússar velji lýðræðið og hagi sér friðsamlega í samskiptum við önnur lönd, að Úkraínu meðtalinni,“ sagði Thomas-Greenfield á fundinum. Vasily Nebenzia, sendiherra Rússlands á fundinum, sagði vesturveldin búa til spennu með orðagjálfri: „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka,“ sagði Nebenzia og benti á staðfastlega neitun Rússa. Þeir hafi ávallt vísað ásökunum á bug. „Staðsetning okkar herliðs, á okkar eigin landi, lætur vesturveldin halda því fram að það komi til einhverra hernaðaraðgerða og jafnvel árásar inn í Úkraínu. Stjórnmálamenn fullyrða að koma muni til átaka á næstu vikum og á næstu dögum jafnvel. Það er ekkert sem sýnir fram á það,“ sagði Nebenzia fyrir hönd Rússa á fundinum. Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Spennan hefur verið mikil undanfarnar vikur á landamærum Rússlands og Úkraínu og ýmislegt bendir til þess að Rússar séu að undirbúa innrás. Um 100.000 hermenn hafa safnast saman við landamærin þar sem Rússar hafa meðal annars komið upp birgðum af blóði fyrir særða hermenn ef koma skyldi til átaka. Þetta var í fyrsta sinn sem öryggisráðið fundaði til að ræða ástandið á landamærum Úkraínu en fundurinn var haldinn að beiðni Bandaríkjanna. Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, segir fundinn hafa skilað litlum árangri. CNN greinir frá. „Ef Rússar ákveða að ráðast inn í landið mun það ekki koma neinum á óvart. Og afleiðingarnar verða hörmulegar. Ég vona innilega að Rússar velji lýðræðið og hagi sér friðsamlega í samskiptum við önnur lönd, að Úkraínu meðtalinni,“ sagði Thomas-Greenfield á fundinum. Vasily Nebenzia, sendiherra Rússlands á fundinum, sagði vesturveldin búa til spennu með orðagjálfri: „Það er eins og þið viljið að það komi til átaka,“ sagði Nebenzia og benti á staðfastlega neitun Rússa. Þeir hafi ávallt vísað ásökunum á bug. „Staðsetning okkar herliðs, á okkar eigin landi, lætur vesturveldin halda því fram að það komi til einhverra hernaðaraðgerða og jafnvel árásar inn í Úkraínu. Stjórnmálamenn fullyrða að koma muni til átaka á næstu vikum og á næstu dögum jafnvel. Það er ekkert sem sýnir fram á það,“ sagði Nebenzia fyrir hönd Rússa á fundinum.
Úkraína Rússland Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00 Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22 Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Sjá meira
Öryggisráðið kemur saman vegna ástandsins í Úkraínu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hittist síðar í dag til að ræða ástandið í Úkraínu en óttast er að Rússar hyggist ráðast inn í landið. 31. janúar 2022 07:00
Öldungadeild nálægt því að samþykkja „móður allra refsiaðgerða“ Öldungadeildin í Bandaríkjunum er nálægt því að samþykkja harðar aðgerðir gegn Rússum vegna spennu á landamærum Rússlands og Úkraínu. Öldungadeildarþingmenn telja að Vladimir Pútín Rússlandsforseti muni ekki hætta aðgerðum á landamærum, nema vesturveldin svari. 30. janúar 2022 20:22
Óljóst hve mikil alvara er á bakvið hótanir um viðskiptaþvinganir Bretar íhuga að tvöfalda herafla sinn í Austur-Evrópu vegna átakanna við landamæri Úkraínu. Þeir segja að öllum tilraunum Rússa til innrásar verði mætt með hörðum viðskiptaþvingunum. 30. janúar 2022 12:03