„Líklega verstu níutíu sekúndur sem sést hafa í efstu deild karla“ Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2022 20:31 Halldór Garðar Hermannsson skoraði níu stig gegn ÍR en átti tvær skelfilegar mínútur í fjórða leikhlutanum. vísir/vilhelm Keflvíkingar, og sérstaklega Halldór Garðar Hermannsson, vilja sjálfsagt gleyma leik sínum við ÍR í Subway-deildinni í körfubolta sem fyrst. Hinn annars ágæti leikmaður Halldór Garðar átti sérstaklega slæman kafla í fjórða leikhluta þegar ÍR-ingar lögðu grunninn að 94-77 sigri sínum. „Þetta voru líklega verstu níutíu sekúndur sem sést hafa í efstu deild karla. Ég ætla ekkert að skafa af því. Þetta var agalegt,“ sagði Tómas Steindórsson í Subway Körfuboltakvöldi. Halldór tapaði nefnilega á þessum tíma boltanum tvisvar með misheppnuðum sendingum, fékk tvisvar dæmda á sig sóknarvillu fyrir ólöglega hindrun, og tvær varnarvillur, eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Skelfilegur kafli Halldórs og Keflavíkur „Þetta fór dálítið með leikinn. Það var bara 71-74 þegar þetta byrjaði en svo var þetta komið í tíu stig á þessum tveimur mínútum,“ sagði Tómas. „Þarna fékk líka bekkurinn hjá Keflavík tæknivillu og það varð eitthvað upplausnarástand,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, og Teitur Örlygsson tók í sama streng: „Þeir létu allt fara í taugarnar á sér. Það var ekkert út á dómarana að setja í þessum leik og Hjalti talaði einmitt um það. Menn flýja oft þangað, að kenna einhverjum öðrum um, þegar það gengur illa. Það er bara eitthvað í okkar eðli,“ sagði Teitur. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Hinn annars ágæti leikmaður Halldór Garðar átti sérstaklega slæman kafla í fjórða leikhluta þegar ÍR-ingar lögðu grunninn að 94-77 sigri sínum. „Þetta voru líklega verstu níutíu sekúndur sem sést hafa í efstu deild karla. Ég ætla ekkert að skafa af því. Þetta var agalegt,“ sagði Tómas Steindórsson í Subway Körfuboltakvöldi. Halldór tapaði nefnilega á þessum tíma boltanum tvisvar með misheppnuðum sendingum, fékk tvisvar dæmda á sig sóknarvillu fyrir ólöglega hindrun, og tvær varnarvillur, eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld - Skelfilegur kafli Halldórs og Keflavíkur „Þetta fór dálítið með leikinn. Það var bara 71-74 þegar þetta byrjaði en svo var þetta komið í tíu stig á þessum tveimur mínútum,“ sagði Tómas. „Þarna fékk líka bekkurinn hjá Keflavík tæknivillu og það varð eitthvað upplausnarástand,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, og Teitur Örlygsson tók í sama streng: „Þeir létu allt fara í taugarnar á sér. Það var ekkert út á dómarana að setja í þessum leik og Hjalti talaði einmitt um það. Menn flýja oft þangað, að kenna einhverjum öðrum um, þegar það gengur illa. Það er bara eitthvað í okkar eðli,“ sagði Teitur. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fleiri fréttir Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn