Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 14:42 Rafmagnslínum Orkubús Vestfjarða hefur slegið út í dag og ganga norðan- og sunnanverðir Vestfirðir á varaaflsvélum. Vísir/Egill Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. Þetta segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða en verið er að vinna að því að koma rafmagni á alla notendur. Þar segir að Vesturlína hafi slegið út um klukkan hálf tvö og að Bíldudalslína hafi ekki tollið í framhaldinu. Þá hafi Mjólkárlína Landsnets, sem liggur milli geiradals og Mjólkárvirkjunar, leyst út á sama tíma. Vonskuveður gengur nú yfir vestanvert landið með éljum og hríð. Samgöngur hafa raskast, sérstaklega á fjallvegum og fólk hefur verið varað við því að einstaklega slæm færð er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin varar við því að loka gæti þurft Öxnadalsheiði með stuttum fyrirvara. Athugið: Súðavíkurhlíð lokar kl 15:00 vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2022 Snjóflóð hefur fallið í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokað þar vegi. Þá verður Súðavíkurhlíð lokað af öryggisástæðum vegna veðurs klukkan 15. Innanlandsflug til og frá Ísafirði hefur þá verið fellt niður í dag vegna veðurs. Sömuleiðis hefur Strætó fellt niður ferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur í dag. Þá féll ferð Strætó frá Akureyri í Borgarnes í morgun niður og strætó á leið frá Reykjavík til Akureyrar fór ekki lengra en í Borgarnes vegna veðurs. Ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar seinni partinn eru í skoðun. Veður Samgöngur Orkumál Tengdar fréttir Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá Orkubúi Vestfjarða en verið er að vinna að því að koma rafmagni á alla notendur. Þar segir að Vesturlína hafi slegið út um klukkan hálf tvö og að Bíldudalslína hafi ekki tollið í framhaldinu. Þá hafi Mjólkárlína Landsnets, sem liggur milli geiradals og Mjólkárvirkjunar, leyst út á sama tíma. Vonskuveður gengur nú yfir vestanvert landið með éljum og hríð. Samgöngur hafa raskast, sérstaklega á fjallvegum og fólk hefur verið varað við því að einstaklega slæm færð er á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði. Vegagerðin varar við því að loka gæti þurft Öxnadalsheiði með stuttum fyrirvara. Athugið: Súðavíkurhlíð lokar kl 15:00 vegna snjóflóðahættu. Öxnadalsheiði er komin á óvissustig og gæti lokast tímabundið með stuttum fyrirvara vegna veðurs. #færðin— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) January 30, 2022 Snjóflóð hefur fallið í Bjarnadal í norðanverðri Gemlufallsheiði og lokað þar vegi. Þá verður Súðavíkurhlíð lokað af öryggisástæðum vegna veðurs klukkan 15. Innanlandsflug til og frá Ísafirði hefur þá verið fellt niður í dag vegna veðurs. Sömuleiðis hefur Strætó fellt niður ferðir á milli Hafnar og Reykjavíkur í dag. Þá féll ferð Strætó frá Akureyri í Borgarnes í morgun niður og strætó á leið frá Reykjavík til Akureyrar fór ekki lengra en í Borgarnes vegna veðurs. Ferðir á milli Reykjavíkur og Akureyrar seinni partinn eru í skoðun.
Veður Samgöngur Orkumál Tengdar fréttir Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Rask á innanlandsflugi vegna hvassviðris og éljagangs Veturinn hefur látið rækilega til sín taka á norðurhveli jarðar um helgina, með tilheyrandi óþægindum. Búast má við talsverðum samgöngutruflunum vegna veðurofsa á landinu í dag en gular veðurviðvaranir eru í gildi á öllu vestanverðu landinu. Veðurfræðingur varar fólk við því að stunda útivist vegna hvassviðris og éljagangs. 30. janúar 2022 11:26