Tugir dæmdir til dauða fyrir morðið á sérfræðingum SÞ í Kongó Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2022 08:44 Zaida Catalan og Michael Sharp voru myrt í Austur-Kongó árið 2017. Getty/Artur Widak Um fimmtíu manns voru dæmdir til dauða í Austur-Kongó í gær í tengslum við morðið á tveimur sérfræðingum Sameinuðu þjóðanna árið 2017. Svíinn Zaida Catalan og Bandaríkjamaðurinn Michael Sharp voru að rannsaka átök stjórnarhers Austur-Kongó og vígahópa í héraðinu Kasai í mars 2017 þegar þau voru stöðvuð af hópi vopnaðra manna, flutt á akur og tekin af lífi. Yfirvöld í Kongó kenndu Kamuina Nsapu vígahópnum um morðin og tóku í fyrstu fyrir að nokkur opinber starfmaður hefði komið að morðunum. Síðar var ofursti í kongóska hernum handtekinn og nokkrir aðrir opinberir starfsmenn, sem sögðust vinna með vígamönnunum, vegna morðanna. Mannréttindahópar hafa lýst því yfir að þau telji yfirvöld hafa hundsað aðkomu háttsettra embættismanna að morðunum og fjölskyldur Catalan og Sharp hafa þá sagt að þau telji að skipuleggjendur morðanna hafi ekki verið í hópi þeirra sem voru dæmdir. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær fimm ár en þeim hefur ítrekað seinkað vegna dauða grunaðra í gæsluvarðhaldi. Herdómstóll dæmdi loks í málinu í gær. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða var Thomas Nkashama, maður sem vann við landamæragæslu á svæðinu og talinn er hafa hitt Catalan og Sharp daginn fyrir morðin. Jean de Dieu Mambweni, ofursti sem hitti þau áður en þau lögðu af stað í verkefnið, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Fjöldi sakborninga, sem dæmdir voru sekir, var ekki viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Margir þeirra höfðu annað hvort ekki verið handteknir eða sloppið úr varðhaldi. Austur-Kongó Sameinuðu þjóðirnar Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Svíinn Zaida Catalan og Bandaríkjamaðurinn Michael Sharp voru að rannsaka átök stjórnarhers Austur-Kongó og vígahópa í héraðinu Kasai í mars 2017 þegar þau voru stöðvuð af hópi vopnaðra manna, flutt á akur og tekin af lífi. Yfirvöld í Kongó kenndu Kamuina Nsapu vígahópnum um morðin og tóku í fyrstu fyrir að nokkur opinber starfmaður hefði komið að morðunum. Síðar var ofursti í kongóska hernum handtekinn og nokkrir aðrir opinberir starfsmenn, sem sögðust vinna með vígamönnunum, vegna morðanna. Mannréttindahópar hafa lýst því yfir að þau telji yfirvöld hafa hundsað aðkomu háttsettra embættismanna að morðunum og fjölskyldur Catalan og Sharp hafa þá sagt að þau telji að skipuleggjendur morðanna hafi ekki verið í hópi þeirra sem voru dæmdir. Réttarhöldin hafa staðið yfir í nær fimm ár en þeim hefur ítrekað seinkað vegna dauða grunaðra í gæsluvarðhaldi. Herdómstóll dæmdi loks í málinu í gær. Meðal þeirra sem dæmdir voru til dauða var Thomas Nkashama, maður sem vann við landamæragæslu á svæðinu og talinn er hafa hitt Catalan og Sharp daginn fyrir morðin. Jean de Dieu Mambweni, ofursti sem hitti þau áður en þau lögðu af stað í verkefnið, var dæmdur í tíu ára fangelsi. Fjöldi sakborninga, sem dæmdir voru sekir, var ekki viðstaddur við dómsuppkvaðninguna. Margir þeirra höfðu annað hvort ekki verið handteknir eða sloppið úr varðhaldi.
Austur-Kongó Sameinuðu þjóðirnar Svíþjóð Bandaríkin Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira