Warriors marði Durants og Harden laust Nets-lið | Stórleikur Kuzma dugði ekki til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 11:00 Tveir stigahæstu leikmenn Golden State í nótt. Kavin Mistry/Getty Images Golden State Warriors lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði bæði Kevin Durant og James Harden í lið Nets. Þá skoraði Kyle Kuzma er Washington Wizards töpuðu gegn Ja Morant og félögum í Memphis Grizzlies. Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira