Covid smitaðir sem koma á spítalann út af öðru stærsta áskorunin Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. janúar 2022 18:31 Hildur Helgadóttir verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Stærsta áskorun Landspítala verður að sinna þeim sjúklingum sem eru með Covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. Þetta segir verkefnastjóri farsóttanefndar sem óttast að spítalinn lendi í vandræðum ef starfsfólk smitast í hrönnum. Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
Breytingar á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Aflétt verður í skrefum en stefnt er að því að aflétta öllum takmörkunum um miðjan mars. Hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri farsóttanefndar segist fegin að ákvörðun hafi verið tekin um að aflétta í skrefum. Hún segir að núna þegar von er á að smitin verði útbreidd í samfélaginu verði stærsta áskorunin að sinna þeim sem eru smitaðir af covid en leita til spítalans vegna annarra kvilla. „Og svo verða einhverjir sem vita ekki að þeir eru smitaðir sem bera með sér smit inn á spítalann. Og svo í þriðja lagi þá er það hvaða skörð þetta á eftir að höggva í raðir starfsmanna,“ sagði Hildur Helgadóttir. Hugsar til félaga á landsbyggðinni Hún segir að undanfarna viku hafi tuttugu til þrjátíu starfsmenn greinst smitaðir á degi hverjum. Í gær greindust 24 starfsmenn smitaðir. „En ef að þessi tala fer að hækka eitthvað mjög mikið sem má búast við, þá verðum við fljót að lenda í vandræðum og ekki bara við heldur öll kerfi og mér verður sérstaklega hugsað til félaga okkar á landsbyggðinni.“ Spítalinn er enn á neyðarstigi sem þýðir að starfsemi sem ekki er talin nauðsynleg er í lágmarki. Hún segir að ástandið verði þannig áfram. „Við munum ekki geta farið á fullt í neitt svoleiðis nema að einhverjum vikum liðnum. Vonandi gengur þetta bara eftir eins og hefur verið talað um að þetta gangi yfir á sex til átta vikum og þá myndum við geta tekið til óspilltra málanna.“ 1.186 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og sautján á landamærunum samkvæmt bráðabirgðatölum almannavarna. 34 sjúklingar liggja á Landspítala með sjúkdóminn. Þrír eru á gjörgæslu, allir í öndunarvél. Í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins eru yfir 10 þúsund í eftirliti á Covid göngudeild spítalans en þeir eru 10.106.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir „Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01 Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59 Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fleiri fréttir Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Sjá meira
„Ég varð fyrir vonbrigðum“ Þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í gær eru vonbrigði. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sem hefði viljað sjá ríkisstjórnina ganga lengra í afléttingum. 29. janúar 2022 12:01
Veitingamenn harma hversu skammt er gengið í afléttingum Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði (SVEIT) hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að afléttingaráform ríkisstjórnarinnar gangi alltof skammt til að forða fyrirtækjum frá voða. 28. janúar 2022 18:59