„Óábyrgt fólk er að dreifa lygum sem kosta fólk lífið,“ sagði söngkonan í yfirlýsinu sem birtist á vefsíðu hennar.
Gagnrýnin beinist að hlaðvarpinu The Joe Rogan Experience, sem er vinsælasta hlaðvarpið á Spotify og eitt það vinsælasta í heiminum. Rogan fékk til sín nýlega smitsjúkdómalækni sem hefur talað gegn bólusetningum barna, sem vakti um mikla reiði.
Neil Young óskaði eftir því á mánudag að tónlist hans yrði annað hvort fjarlægð af Spotify eða hlaðvarp Rogans. Spotify sagði í yfirlýsingu að fyrirtækinu þætti staðan miður en a tónlist Young yrði fjarlægð. Það hefur þó ekki verið gert þegar þessi frétt er skrifuð.
Mitchell sagði í yfirlýsingu sinni, sem gefin var út í gærkvöldi, að hún stæði með félaga sínum Young og með alþjóðasamfélagið vísindamanna og heilbrigðisstarfsmanna.
Young og Mitchell hafa verið vinir í áratugi og eru bæði hluti af þeim hópi fólks sem lifði af mænusótt. Bæðu smituðust þau af þeirri veiru snemma á sjötta áratugi síðustu aldar, stuttu áður en bóluefni gegn mænusótt var þróað.
Þess má geta að þegar mænusóttarfaraldur reið yfir Bandaríkin snemma og um miðja síðustu öld var ráðist í umfangsmikið bólusetningarátak fyrir stjórnvalda en Franklin D. Roosevelts fyrrverandi forseti hafði verið mikill baráttumaður fyrir þróun bóluefnisins og stóð fyrir átakinu March of Dimes.
Mitchell nefndi Rogan ekki sérstaklega í yfirlýsingu sinni eins og Young gerði en hún vísað þó til opins bréfs sem hópur vísinda- og heilbrigðisstarfsmanna sendu Spotify, þar sem fyrirtækið var gagnrýnt fyrir að styðja áfram við hlaðvarp Rogans. Spotify greiddi Rogan 100 milljónir Bandaríkjadala árið 2020 til að tryggja að þættirnir yrðu framvegis einungis aðgengilegir á Spotify.