Háð Legókubbum: Gæti tekið Lególand fram yfir Dúbaí og Flórída Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2022 08:01 Jeff Sigworth í baráttunni við Maríu Þórisdóttur í leik Leicester City og Manchester United. Matthew Ashton/AMA/Getty Images Það er fullkomlega eðlilegt að fullorðið fólk skemmti sér jafn vel og börn þegar kemur að því að byggja hluti úr Legókubbum. Jess Sigworth, framherji Leicester City, gengur hins vegar skrefi lengra. „Svarið gæti komið þér á óvart. Það er ekki auðvelt að giska á hvað ég geri á frídögunum mínum,“ sagði Sigworth í viðtali við The Guardian nýverið. Hún var að ræða stressið sem fylgir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og hversu mikilvægt það er að hreinsa hugann þegar tími gefst. „Legókubbar, ég er háð þeim. Ég hef byggt Wembley og Old Trafford. Þegar þú ert að byggja úr Legókubbum þá tekur þú hugann af öllu öðru, það verður það eina sem skiptir máli.“ „Þegar þú ert búin þá hafa tvær til þrjár klukkustundir liðið án þess að þú hafir orðið var við það. Að byggja hluti úr Legókubbum hjálpar mér að hugsa ekki endalaust um fótbolta.“ „Fótbolti á þessu getustigi getur verið mjög krefjandi andlega, sérstaklega þegar það gengur illa að ná í úrslit. Það er gott að geta tekið hugann aðeins af fótboltanum, ef ég hugsaði um fótbolta allan daginn myndi ég missa vitið.“ Hin 27 ára gamla Sigworth leikur í dag með nýliðum Leicester City en hún kynntist Legókubbum hjá fyrrum félagi sínu, Manchester United. „Ég byrjaði á þessu á síðasta ári þegar allt var lokað vegna kórónufaraldursins, svo varð ég bara háð.“ Leicester s Jess Sigsworth: I m addicted to Lego. I ve built Wembley and Old Trafford https://t.co/4ceBVE0NyT— The Guardian (@guardian) January 28, 2022 Óvíst hver verður farið í sumarfrí „Ég elska Dubai og ég elska Flórída en ég verð augljóslega að fara í Lególand í Danmörku áður en langt um líður. Eina vandamálið er að ég á ekki nægilega stóra ferðatösku til að koma öllu fyrir sem ég mun kaupa.“ Eftir erfiða byrjun er Leicester City aðeins að rétta úr kútnum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er enn í bullandi fallbaráttu en Sigworth vonast til að vera enn spilandi í ensku úrvalsdeildinni er hún fer í Lególand næsta sumar. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira
„Svarið gæti komið þér á óvart. Það er ekki auðvelt að giska á hvað ég geri á frídögunum mínum,“ sagði Sigworth í viðtali við The Guardian nýverið. Hún var að ræða stressið sem fylgir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og hversu mikilvægt það er að hreinsa hugann þegar tími gefst. „Legókubbar, ég er háð þeim. Ég hef byggt Wembley og Old Trafford. Þegar þú ert að byggja úr Legókubbum þá tekur þú hugann af öllu öðru, það verður það eina sem skiptir máli.“ „Þegar þú ert búin þá hafa tvær til þrjár klukkustundir liðið án þess að þú hafir orðið var við það. Að byggja hluti úr Legókubbum hjálpar mér að hugsa ekki endalaust um fótbolta.“ „Fótbolti á þessu getustigi getur verið mjög krefjandi andlega, sérstaklega þegar það gengur illa að ná í úrslit. Það er gott að geta tekið hugann aðeins af fótboltanum, ef ég hugsaði um fótbolta allan daginn myndi ég missa vitið.“ Hin 27 ára gamla Sigworth leikur í dag með nýliðum Leicester City en hún kynntist Legókubbum hjá fyrrum félagi sínu, Manchester United. „Ég byrjaði á þessu á síðasta ári þegar allt var lokað vegna kórónufaraldursins, svo varð ég bara háð.“ Leicester s Jess Sigsworth: I m addicted to Lego. I ve built Wembley and Old Trafford https://t.co/4ceBVE0NyT— The Guardian (@guardian) January 28, 2022 Óvíst hver verður farið í sumarfrí „Ég elska Dubai og ég elska Flórída en ég verð augljóslega að fara í Lególand í Danmörku áður en langt um líður. Eina vandamálið er að ég á ekki nægilega stóra ferðatösku til að koma öllu fyrir sem ég mun kaupa.“ Eftir erfiða byrjun er Leicester City aðeins að rétta úr kútnum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er enn í bullandi fallbaráttu en Sigworth vonast til að vera enn spilandi í ensku úrvalsdeildinni er hún fer í Lególand næsta sumar.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira