Damir Muminovic kom Blikum yfir á 36. mínútu með stórglæsilegu marki. Hann lét þá vaða fyrir utan teig og boltinn skaust af þverslánni og inn.
Stjörnumenn létu það þó ekki á sig fá og jöfnuðu leikinn fjórum mínútum síðar með marki frá Adolf Daða Birgissyni.
Staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks, en Einar Karl Ingvarsson kom Stjörnumönnum yfr á 56. mínútu áður en Ólafur Karl Finsen tryggði liðinu 3-1 sigur með marki stuttu fyrir leikslok.
Fyrr í kvöld mættust ÍA og Leiknir í bronsleiknum og þar voru það Leiknismenn sem höfðu betur í hörkuleik sem bauð upp á átta mörk.
Alex Davey kom Skagamönnum yfir áður en Daninn Mikkel Dahl jafnaði metin fyrir Leikni. Skagamenn komust yfir á ný með sjálfsmarki Leiknismanna, en Birgir Baldvinsson sá til þess að staðan var jöfn í hálfleik, 2-2.
Mikkel Dahl kom Leikni í 3-2 snemma í síðari hálfleik áður en Daníel Matthíasson skoraði fjórða mark liðsins.
Skagamenn náðu að minnka muninn í 4-3, en Emil Berger tryggði Leiknismönnum 5-3 sigur af vítapunktinum þegar stutt var til leiksloka.