Innlent

Sjúk­lingum á Land­spítala með Co­vid-19 fækkar milli daga

Atli Ísleifsson skrifar
Meðalaldur innlagðra með Covid-19 er nú 61 ár.
Meðalaldur innlagðra með Covid-19 er nú 61 ár. Vísir/Vilhelm

33 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19. Þrír eru á gjörgæslu og eru tveir þeirra í öndunarvél.

Á vef Landspítalans segir að meðalaldur innlagðra sé nú 61 ár. Í gær var staðan sú að 37 sjúklingar lágu inni á Landspítala með Covid-19. Þrír voru á gjörgæslu, allir í öndunarvél.

Ennfremur segir frá því að kona á níræðisaldri hafi látist á legudeild spítalans í gær af völdum COVID-19.

9.206 sjúklingar eru í COVID göngudeild spítalans, þar af 3.259 börn.

Covid sýktir starfsmenn Landspítala (í einangrun eða innlögn) eru 219, en voru 216 í gær.

Frá upphafi fjórðu bylgju, 30. júní 2021, hafa verið 378 innlagnir vegna COVID-19 á Landspítala.


Tengdar fréttir

Andlát vegna Covid-19

Kona á níræðisaldri lést á legudeild Landspítalans af völdum Covid-19 í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×