Myndhöggvarinn Dan Medina bjó til styttuna en hún sýnir Kobe í Lakers-búningnum og að taka utan um Giönnu sem er líka í körfuboltabúningi og sjálf með körfubolta undir arminum. Feðginin eru líka horfandi brosandi á hvort annað.
Medina sagði NBC sjónvarpsstöðinni frá því að hann hafi farið með þessa 73 kílóa bronsstyttu á miðvikudaginn en hún verður tímabundið á þessari örlagaríku hæð í Calabasas í Kaliforníu.
Á styttunni eru líka nöfn allra sem fórust í þyrluslysinu 26. janúar 2020 eða nöfn flugmannsins Ara Zobayan, John Altobelli, konu hans Keri og dóttur þeirra Alyssu, Christinu Mauser sem og Sarah Chester og dóttir hennar Payton.
Þyrlan var á leiðinni á körfuboltamót þar sem hin þrettán ára gamla Gianna átti að spila. Hún hrapaði í fjalllendi vestur af Los Angeles borg en þá var mikil þoka á svæðinu.
Það má sjá styttuna hér fyrir ofan og hér fyrir neðan.