Ómar Ingi nálægt markakóngstitli Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 10:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörk í sigrinum glæsilega gegn Svartfjallalandi í gær. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir mörkin ellefu gegn Svartfjallalandi í gær er Ómar Ingi Magnússon orðinn markahæstur á Evrópumótinu í handbolta með 49 mörk í sjö leikjum. Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk.
Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira