Ómar Ingi nálægt markakóngstitli Sindri Sverrisson skrifar 27. janúar 2022 10:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörk í sigrinum glæsilega gegn Svartfjallalandi í gær. EPA-EFE/Tibor Illyes Eftir mörkin ellefu gegn Svartfjallalandi í gær er Ómar Ingi Magnússon orðinn markahæstur á Evrópumótinu í handbolta með 49 mörk í sjö leikjum. Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira
Næstu menn á eftir Ómari hafa lokið keppi á mótinu en Ómar á inni leik við Noreg á morgun um 5. sæti mótsins og HM-farseðil. Svíar, Norðmenn, Danir og Spánverjar eiga allir eftir að spila tvo leiki til viðbótar, í undanúrslitum og svo úrslitaleik eða leik um 3. sæti. Þeir sem eru næstir Ómari og enn með á mótinu eru Svíinn Hampus Wanne með 41 mark, Norðmaðurinn Sebastian Barthold með 40 mörk og Daninn Mikkel Hansen með 39 mörk, en Hansen var ekki með gegn Frakklandi í gær og hefur því leikið leik minna en hinir. Þekkir það að verða markakóngur Hollendingurinn Kay Smits lék aðeins fimm leiki á mótinu en er samt enn í 3. sæti á listanum yfir markaskorara með 45 mörk. Þess má geta að hann leikur sömu stöðu og Ómar hjá þýska liðinu Madgeburg, sem hægri skytta, en er aftar í goggunarröðinni en Selfyssingurinn. Ómar Ingi er eki óvanur því að verða markakóngur því hann varð markahæstur í þýsku 1. deildinni, bestu landsdeild heims, á síðustu leiktíð og enginn handboltamaður skoraði fleiri mörk í Evrópu á árinu 2021. Ómar byrjaði EM frekar rólega í markaskorun en hefur skorað þeim mun meira eftir að liðsfélagar hans fóru að detta út hver á fætur öðrum vegna kórónuveirusmita, auk þess að leggja upp urmul af færum fyrir aðra. Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal Ómar hefur skorað mörkin sín 49 úr 67 skotum sem gerir 73,1% skotnýtingu, sem verður að teljast gott hjá manni í hans stöðu. Ekki þó eins gott og hjá Dananum Mathias Gidsel sem skorað hefur úr 97,2% skota sinna, eða 35 mörk úr 36 skotum. Óli Stef eini íslenski markakóngurinn á EM Íslendingur hefur einu sinni orðið markakóngur á EM en það var árið 2002 þegar Ólafur Stefánsson varð markahæstur með 58 mörk. Ísland komst þá í undanúrslit en endaði í 4. sæti, sem er næstbesti árangur liðsins á eftir bronsverðlaununum á EM 2010. Norðmaðurinn Sander Sagosen varð markakóngur á síðasta EM, árið 2020, og setti þá met með því að skora 65 mörk.
Mörk Ómars á EM: 11 mörk/15 skot gegn Svartfjallalandi 5/8 gegn Króatíu 10/13 gegn Frakklandi 8/11 gegn Danmörku 8/12 gegn Ungverjalandi 4/4 gegn Hollandi 3/4 gegn Portúgal
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Sport Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Sjá meira