Íslandsvinur frá Tonga biður fólk um að rétta fram hjálparhönd Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. janúar 2022 23:00 Pita kom til Íslands og tók þátt í skíðagöngu á Ísafirði fyrir Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu. Hann segir að aftakaveður hafi verið en vill ólmur koma aftur til Íslands. Pita Taufatofua Íslandsvinur frá Tonga segir afar erfitt að horfa upp á alla þá eyðileggingu sem hafi átt sér stað í heimalandinu í kjölfar eldgossins þar fyrr í þessum mánuði. Hann segir gríðarlegan skort ríkja og hvetur Íslendinga, og heimsbyggðina alla, til að rétta fram hjálparhönd. Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“ Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Pita Taufatofua vakti athygli hér á landi þegar hann mætti skyndilega á Ísafjörð fyrir sléttum þremur árum til þess að spreyta sig á alþjóðlegu bikarmóti á gönguskíðum. Þá hafði hann aðeins æft skíðaíþróttina í rúmt ár en komst engu að síður á Vetrarólympíuleikana í Suður-Kóreu það árið. Snjónum er hann ekki vanur, enda frá lítilli eyju í Kyrrahafi. Eyju sem ekki margir hafa heyrt um fyrr en nú, eftir að eitt öflugasta sprengigos síðustu þriggja áratuga braust út. „Ég á fjölskyldu á Tongatapu og einnig á Ha'afeva en Ha'afeva-eyjarnar urðu verst úti í gosinu. Faðir minn býr þar og er landsstjóri. Hann hvarf í eina viku en náði að komast til baka og er kominn til starfa,“ segir Pita í samtali við fréttastofu. Flóðbylgja skall á eyríkinu í kjölfar gossins og allir sæstrengir rofnuðu, þannig að íbúar hafa nær algjörlega verið aftengdir umheiminum. Sjálfur er Pita búsettur í Ástralíu en náði stuttlega tali af föður sínum. „Ég náði að tala við hann í 45 sekúndur. Hann komst í gervihnattasíma en sambandið var slitrótt allan tímann. Annars hef ég aðeins náð að tala við aðra úr fjölskyldunni í gegnum einu nettenginguna sem er í háskólanum, en hún er mjög hæg og léleg.“ Pita segir það erfitt að vera fjarri vinum og fjölskyldu en vill leggja sitt af mörkum til þess að leggja þeim lið og hefur hrundið af stað fjáröflun með það að markmiði að endurbyggja skóla og sjúkrahús. Ein milljón ástralskra dollara er markmiðið, eða rúmar níutíu milljónir íslenskra króna. Þá reynir hann einnig að koma brauði til samlanda sinna. „Á Tonga er brauð í hávegum haft. Það gefur magafylli og menn snæða það í morgunmat og kvöldmat þegar engan annan mat er að fá. Brauðið er alltaf til staðar og við erum að fjármagna grunnþarfir fólksins.“ View this post on Instagram A post shared by Pita Taufatofua (@pita_tofua) Íslendingar þeir vingjarnlegustu sem hann hefur hitt Aðeins einn hefur greinst með kórónuveiruna á Tonga frá upphafi faraldursins. Sá var í einangrun og smitaði ekki út frá sér. Engum er hleypt inn í landið, þrátt fyrir að eyðilegging sé mikil og að hjálpar sé þörf. Pita ætlar að fara heim til Tonga um leið og landamærin verða opnuð, hitta fjölskyldu sína og vini og taka þátt í hjálparstarfi. Síðan langar hann líka að heimsækja Ísland aftur – en þó ekki í aftakaveðri líkt og síðast. „Mig langar að ferðast um og skoða landið, upplifa fegurðina og náttúruna, því við höfðum ekki tíma til þess síðast þegar okkar eina markmið var að ná Ólympíulágmarkinu. En það sem gladdi okkur mest var hve vingjarnlegir Íslendingar voru, vingjarnlegasta fólk sem við höfum hitt.“
Tonga Íslandsvinir Hjálparstarf Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira