Birta mynd sem á að skýra nýju reglurnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. janúar 2022 18:50 Flæðirit almannavarna. Almannavarnir Almannavarnir hafa birt flæðirit í von um að það útskýri betur nýjar reglur um sóttkví og smitgát sem tóku gildi á miðnætti. Frá og með miðnætti tóku reglur um smitgát og sóttkví breytingum á þann hátt að einstaklingur sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Til glöggvunar eru reglurnar eftirfarandi: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Eitthvað hefur borið á því að hinar nýju reglur séu ekki einfaldar og hafa netverjar til að mynda grínast með þær, eins og sjá má hér að neðan. ATH! Þríbólusettir útsettir fyrir smiti á heimili tvíbólusettra skulu nú viðhafa smitgát nema sá tvíbólusetti sé í smitgát, þá gildir sú smitgát en ALLTAF taka þríbólusettir niðurstöðu úr PCR-prófi með sér í milliriðil EÐA fram að næsta fulla tungli en þá gilda innbyrðissýnatökur— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 25, 2022 Þeir sem eru þríbólusettir og smitast heima af einstaklingi sem er tvíbólusettur og hefur fengið Covid áður og smitaðist af konu sem smitaðist utandyra, ásamt tveimur karlmönnum og/eða hamstri, sem eru ein-, tví- eða þríbólusettir eiga að fara í smitkví eða spila handbolta.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 25, 2022 Almannavarnir sendu meðfylgjandi mynd á fjölmiðla í kvöld með skilaboðum um að um sé að ræða myndræna framsetningu á reglum um sóttkví og smitgát, sem geti mögulega gagnast. Flæðirit almannavarna.Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Frá og með miðnætti tóku reglur um smitgát og sóttkví breytingum á þann hátt að einstaklingur sem verður útsett fyrir smitum utan heimilis ekki sæta sóttkví heldur fara í smitgát. Börn og unglingar verða algjörlega undanþegin reglum um smitgát. Til glöggvunar eru reglurnar eftirfarandi: Sóttkví verður fyrir þá sem eru útsettir á heimili. Skilyrði sóttkvíar verða óbreytt, þ.e. aðskilnaður frá öðrum í fimm daga og PCR-próf til að losna. Ef ekki er viðhafður fullur aðskilnaður frá smituðum á heimili lýkur sóttkví með PCR-prófi degi eftir að sá smitaði útskrifast, eins og verið hefur. Þríbólusettir (smit telur sem ein bólusetning) á heimili fara þó í smitgát í stað sóttkvíar, sbr. að neðan, sem lýkur með PCR-prófi á fimmta degi. Smitgát verður fyrir þá sem eru útsettir utan heimilis. Í smitgát skal viðkomandi bera grímu í margmenni og þegar ekki verður hægt að viðhafa tveggja metra nándarreglu, úti sem inni. Forðast skal mannmarga staði og sleppa umgengni við viðkvæma einstaklinga. Smitgát þarf að viðhafa í fimm daga og ekki þarf sýnatöku til að losna, sbr. þó þríbólusetta sem eru útsettir á heimili. Börn á leik- og grunnskólaaldri eru undanþegin smitgát í þessum tilfellum en þurfa að vera í sóttkví ef smit er á heimili. Eitthvað hefur borið á því að hinar nýju reglur séu ekki einfaldar og hafa netverjar til að mynda grínast með þær, eins og sjá má hér að neðan. ATH! Þríbólusettir útsettir fyrir smiti á heimili tvíbólusettra skulu nú viðhafa smitgát nema sá tvíbólusetti sé í smitgát, þá gildir sú smitgát en ALLTAF taka þríbólusettir niðurstöðu úr PCR-prófi með sér í milliriðil EÐA fram að næsta fulla tungli en þá gilda innbyrðissýnatökur— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) January 25, 2022 Þeir sem eru þríbólusettir og smitast heima af einstaklingi sem er tvíbólusettur og hefur fengið Covid áður og smitaðist af konu sem smitaðist utandyra, ásamt tveimur karlmönnum og/eða hamstri, sem eru ein-, tví- eða þríbólusettir eiga að fara í smitkví eða spila handbolta.— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) January 25, 2022 Almannavarnir sendu meðfylgjandi mynd á fjölmiðla í kvöld með skilaboðum um að um sé að ræða myndræna framsetningu á reglum um sóttkví og smitgát, sem geti mögulega gagnast. Flæðirit almannavarna.Almannavarnir
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira