Vilborg pólfari opnar sig um heimilisofbeldi: „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 15:59 Vilborg Arna Gissurardóttir, segir ofbeldið hafa fengið mikið á sig og styður frásögn annars þolanda. Vísir/Vilhelm Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallagarpur, segist hafa staðið í sömu sporum og kona sem opnaði sig um ofbeldi sem hún segist hafa orðið fyrir af hendi fjallagarpsins Tomaszar Þórs Verusonar. Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag. Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Kona, sem er leiðsögumaður, sagði frá reynslu sinni í pistli sem hún birti á Facebook-hópnum Fjallastelpur - umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur, í gær. Síðan þá hefur hvert fyrirtækið af fætur öðru slitið samstarfi við Tomasz vegna ásakananna. Vilborg Arna Gissurardóttir pólfari segir í færslu á Facebook að hún hafi verið í sömu sporum og konan sem greindi frá ofbeldinu, en Vilborg og Tomasz voru um tíma í sambandi. „Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa. Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt,“ skrifar Vilborg í færslu sem hún birti í dag. „Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir. Svona lífreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg,“ skrifar Vilborg. Hún segir sinn bakpoka ansi þungan eftir lífreynslu síðustu ára sem hafi markað hana á ýmsan hátt þó hún beri það ekki utan á sér. Ofbeldið hafi haft á hana afleiðingar sem tekið hafi tíma að vinna úr og sú vinna haldi áfram. „Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi. Þolendur og gerendur eru ekki steyptir í eitt fast mót eins og hefur skýrlega komið fram á síðustu vikum,“ skrifar Vilborg. Hún segir miklu máli skipta að standa saman og umvefja þolendur ásamt því að úrlausnir séu til staðar fyrir gerendur. „Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.“ Ekki hefur náðst í Vilborgu vegna málsins í dag.
Heimilisofbeldi Fjallamennska MeToo Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira