Félögin hvött til að senda fleiri konur Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 15:02 Þó að þriðjungur iðkenda í fótbolta á Íslandi sé kvenkyns þá hafa kvenkyns þingfulltrúar ekki verið nægilega margir á ársþingum KSÍ að mati nýverandi stjórnar. vísir/hulda margrét Stjórn Knattspyrnusamband Íslands hefur sent knattspyrnufélögum landsins hvatningu um að huga að kynjaskiptingu á komandi ársþingi KSÍ. „Við þurfum fleiri konur í fótbolta,“ segir í tilkynningu frá stjórn KSÍ sem kosin var til bráðabirgða á aukaþingi í byrjun október. Fyrri stjórn sagði af sér eftir áskorun aðildarfélaga í tengslum við viðbrögð við meintum kynferðisofbeldismálum landsliðsmanna. Ársþingið fer fram 26. febrúar og á hvert aðildarfélag rétt á að senda 1-4 fulltrúa á þingið. Flesta fulltrúa hafa félögin sem eiga lið í efstu deild karla og/eða kvenna á næstu leiktíð eða fjóra, félög í næstefstu deildum eiga þrjá fulltrúa, félög í 2. deild karla tvo fulltrúa, og önnur félög einn fulltrúa. Í tilkynningu stjórnar KSÍ er bent á að þó að fleiri konur hafi mætt á síðustu þing en áður þá sé það enn þannig að fjöldi kvenna á þinginu endurspegli alls ekki þá staðreynd að þriðjungur skráðra iðkenda á Íslandi sé kvenkyns. Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar. KSÍ Íslenski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira
„Við þurfum fleiri konur í fótbolta,“ segir í tilkynningu frá stjórn KSÍ sem kosin var til bráðabirgða á aukaþingi í byrjun október. Fyrri stjórn sagði af sér eftir áskorun aðildarfélaga í tengslum við viðbrögð við meintum kynferðisofbeldismálum landsliðsmanna. Ársþingið fer fram 26. febrúar og á hvert aðildarfélag rétt á að senda 1-4 fulltrúa á þingið. Flesta fulltrúa hafa félögin sem eiga lið í efstu deild karla og/eða kvenna á næstu leiktíð eða fjóra, félög í næstefstu deildum eiga þrjá fulltrúa, félög í 2. deild karla tvo fulltrúa, og önnur félög einn fulltrúa. Í tilkynningu stjórnar KSÍ er bent á að þó að fleiri konur hafi mætt á síðustu þing en áður þá sé það enn þannig að fjöldi kvenna á þinginu endurspegli alls ekki þá staðreynd að þriðjungur skráðra iðkenda á Íslandi sé kvenkyns. Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar.
Skilaboð stjórnar KSÍ: Við þurfum fleiri konur í fótbolta. Þriðjungur skráðra knattspyrnuiðkenda (leikmanna) á Íslandi er kvenkyns, en þegar kemur að öðrum hlutverkum í knattspyrnuhreyfingunni er hlutfall kvenna mun lægra. Þessu þurfum við að breyta. Fyrir ársþingið 2020 samþykkti stjórn KSÍ sérstaka hvatningu til aðildarfélaga um að huga að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum. Úr varð að á þinginu, sem haldið var á Ólafsvík, voru fleiri konur þingfulltrúar en nokkru sinni fyrr. Á þinginu 2021 fjölgaði konum aftur, en betur má ef duga skal og fjöldi kvenkyns þingfulltrúa á ársþingum hefur hvergi nærri endurspeglað hlutfall kvenna og stúlkna á meðal iðkendanna sjálfra. Stjórn KSÍ hvetur því aðildarfélög til að huga vel og vandlega að kynjaskiptingu við val á þingfulltrúum fyrir 76. ársþing KSÍ, sem fram fer þann 26. febrúar næstkomandi. Þetta skiptir verulegu máli fyrir knattspyrnuhreyfinguna okkar.
KSÍ Íslenski boltinn Jafnréttismál Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Enski boltinn Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Sjá meira