Vorkennir Alfreð sem segir Íslendingum í blóð borið að bregðast hratt við Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2022 14:31 Alfreð Gíslason er á sínu þriðja stórmóti sem þjálfari Þýskalands en kórónuveirufaraldurinn hefur sett svip sinn á þau öll. Getty/Marijan Murat Íþróttastjóri þýska handknattleikssambandsins segir að Alfreð Gíslasyni sé mikil vorkunn að hafa ekki enn fengið að stýra þýska landsliðinu við eðlilegar aðstæður. Sjálfur segist Alfreð vera frá Íslandi og því vanur að þurfa að bregðast fljótt við breytingum. Alfreð er á sínu þriðja stórmóti með Þýskalandi en öll hafa mótin farið fram í skugga kórónuveirufaraldursins. Alfreð var ætlað að koma Þýskalandi í allra fremstu röð á nýjan leik en fékk sáralítinn undirbúning fyrir HM í Egyptalandi fyrir ári síðan, þar sem veiran setti strik í reikninginn, og Þjóðverjar enduðu þar í 12. sæti. Til að bæta upp fyrir frestanir í þýsku deildinni vegna faraldursins hafði svo verið leikið afar þétt þar fram að Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Leikmenn fengu aðeins viku hlé fyrir leikana og Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum. Fjórir leikmenn eftir Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur svo ekkert lið lent verr í kórónuveirusmitum en Þýskaland. Af þeim 17 leikmönnum sem Alfreð tók með á mótið eru aðeins fjórir enn í hópnum fyrir leikinn við Rússland á eftir. Aðrir hafa greinst með kórónuveirusmit. Þýskaland getur í besta falli endað í 7. sæti en einnig endað í 12. sæti. „Auðvitað vorkenni ég Alfreð. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri klikkun sem þetta hefur verið, og að hann sé núna á þriðja stórmótinu en hafi ekki enn fengið eitt mót við eðlilegar aðstæður,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska sambandsins, við Bild. Alfreð er sjálfur ekki að æsa sig yfir hlutunum: „Ég sætti mig við stöðuna. Ef að ég fer að hugsa öðruvísi þá gera leikmennirnir það líka. Við Íslendingar komum frá svæði þar sem maður varð að geta brugðist hratt við ef eitthvað gerðist. Annað hvort brugðust menn við eða létu lífið. Þeir sem brugðust hratt við urðu eftir og hafa skilað genunum áfram,“ sagði Alfreð. „Ég er stoltur af strákunum og hef notið þess í botn að vinna með liðinu,“ sagði Alfreð. EM karla í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Risaleikur á Hlíðarenda Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Meistaradeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Í beinni: Haukar - Selfoss | Óstöðvandi á þessu ári Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira
Alfreð er á sínu þriðja stórmóti með Þýskalandi en öll hafa mótin farið fram í skugga kórónuveirufaraldursins. Alfreð var ætlað að koma Þýskalandi í allra fremstu röð á nýjan leik en fékk sáralítinn undirbúning fyrir HM í Egyptalandi fyrir ári síðan, þar sem veiran setti strik í reikninginn, og Þjóðverjar enduðu þar í 12. sæti. Til að bæta upp fyrir frestanir í þýsku deildinni vegna faraldursins hafði svo verið leikið afar þétt þar fram að Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Leikmenn fengu aðeins viku hlé fyrir leikana og Þjóðverjar féllu úr leik í 8-liða úrslitum. Fjórir leikmenn eftir Á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu hefur svo ekkert lið lent verr í kórónuveirusmitum en Þýskaland. Af þeim 17 leikmönnum sem Alfreð tók með á mótið eru aðeins fjórir enn í hópnum fyrir leikinn við Rússland á eftir. Aðrir hafa greinst með kórónuveirusmit. Þýskaland getur í besta falli endað í 7. sæti en einnig endað í 12. sæti. „Auðvitað vorkenni ég Alfreð. Það er ekki hægt að horfa framhjá þeirri klikkun sem þetta hefur verið, og að hann sé núna á þriðja stórmótinu en hafi ekki enn fengið eitt mót við eðlilegar aðstæður,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska sambandsins, við Bild. Alfreð er sjálfur ekki að æsa sig yfir hlutunum: „Ég sætti mig við stöðuna. Ef að ég fer að hugsa öðruvísi þá gera leikmennirnir það líka. Við Íslendingar komum frá svæði þar sem maður varð að geta brugðist hratt við ef eitthvað gerðist. Annað hvort brugðust menn við eða létu lífið. Þeir sem brugðust hratt við urðu eftir og hafa skilað genunum áfram,“ sagði Alfreð. „Ég er stoltur af strákunum og hef notið þess í botn að vinna með liðinu,“ sagði Alfreð.
EM karla í handbolta 2022 Íslendingar erlendis Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - FH | Risaleikur á Hlíðarenda Valskonur juku forskotið á toppnum í átta stig Dagur nýtti öll færin sín í Meistaradeildinni en strákar Guðjóns Vals töpuðu Í beinni: Haukar - Selfoss | Óstöðvandi á þessu ári Sú markahæsta með 85 prósent skotnýtingu Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Uppselt á úrslitaleik næsta stórmóts Ísak á leið í atvinnumennsku Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Dagur um stjórn HSÍ: Að velja mig ekki er bara allt í lagi Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans KA skellti í lás í seinni hálfleik og fór með sigur úr Skógarselinu Andri Már markahæstur í svekkjandi tapi Ásgeir Jónsson vill verða varaformaður HSÍ Jón Halldórsson fyrstur í framboð til formanns HSÍ Þýski handboltinn hafinn aftur eftir HM: Elvar og félagar héldu uppteknum hætti Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik „Ég bjóst ekki við þessu í hálfleik“ „Ég er í sjokki eftir þennan hálfleik“ Eyjamenn í undanúrslit eftir vítakastkeppni Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Valskonur tóku ÍBV í kennslustund HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Afturelding 34-32 | Ótrúleg endurkoma eftir að hafa verið sjö mörkum undir í hálfleik