Af hverju er þér illa við láglaunafólk, Friðrik? Flosi Eiríksson skrifar 25. janúar 2022 12:00 Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Almennt ætti maður að fagna því þegar forystufólk tekur þátt í opinberri umræðu, gerir grein fyrir sínum sjónarmiðum og talar máli sinna félagsmanna. Sú gleði hverfur þó fljótt við að lesa sjónarmið Friðriks Jónssonar formanns BHM. Byrjum á fullyrðingum hans um að „lífskjarasamningarnir voru háskólamenntuðum um margt óhagfelldir“ - Grundvöllur samninganna voru krónutöluhækkanir, sem áttu að skila hlutfallslega meiri kjarabótum fyrir láglaunafólk, en einnig skapa grundvöll fyrir vaxtalækkunum. Þróun ráðstöfunartekna sýnir að markmiðið gekk eftir, krónutölur tryggðu meiri hækkanir lægstu launa en áhrif vaxta voru meiri hjá þeim tekjuhærri. En þetta er ekki einu sinni svona, því þrátt fyrir að samið hafi verið um krónutöluhækkanir á almennum markaði, þá var sú leið notuð í samningum BHM að gera duldar prósentubreytingar á launatöxtum, sem voru hærri en samið var um á almenna markaðnum. Því til viðbótar var samið um meiri styttingu vinnuvikunnar hjá þeim. Það sem eftir stendur af þessu hjá Friðrik er að hans fólk fékk ekki krónutöluhækkanir heldur prósentuhækkanir og naut einnig góðs af vaxtalækkunum ásamt fleiri atriðum sem samið var um í Lífskjarasamningum og nýtist hans félagsmönnum vel, eins og flestum landsmönnum. Réttara væri að segja að Lífskjarasamningarnir hafi verið sérstaklega „hagfelldir fyrir háskólafólk“. Friðrik snýr sér síðan að því að fara yfir að „munur á ráðstöfunartekjum eftir menntastigi hefur enda minnkað til muna og er orðinn lítill í alþjóðlegum samanburði.“ Hér er klassískur söngur um að ekki borgi sig að afla sér menntunar á Íslandi. Samanburður á ráðstöfunartekjum nýtist illa til að kanna hvort svo sé. Til að skoða hvort háskólamenntun borgi sig er eðlilegra að skoða laun hjá launafólki. Slíkur samanburður sýnir að hlutfallslegur munur milli menntahópa er meiri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2018 var miðgildi tímakaups háskólamenntaðra 60% hærra en hjá grunnskólamenntuðum. Á hinum Norðurlöndunum er munurinn 27%-44%.Það er því af og frá að lítill sem enginn hvati sé hér á landi til að sækja sér háskólamenntun. Munurinn er vissulega minni en í mörgum löndum, en meiri en á Norðurlöndunum enda munurinn gjarnan minni í löndum þar sem stéttarfélög hafa sterka samningsstöðu. Þetta eru líka löndin þar sem háskólafólk hefur hve best lífskjör, íslenskir sérfræðingar sækja í litlum mæli til Rúmeníu, Tyrklands og Albaníu þó þar hafi háskólamenntaðir 125% hærra tímakaup en grunnskólamenntaðir. Þessi gamla mýta um að það borgi sig ekki að mennta sig á Íslandi er býsna lífsseig og brenglar alla umræðu um menntun, gildi menntunar, laun og lífskjör á Íslandi. Það er hins vegar mikið umhugsunarefni að formaður BHM skuli setja það fram sem stórkostlegt vandamál að lagt hafi verið upp með að lægstu launin hafi hækkað meira hlutfallslega en önnur laun í síðustu kjarasamningum og slíkt megi ekki endurtaka sig. Um leið og hann ítrekar þá skoðun sína að launabilið milli grunnskólamenntaðara og þeirra sem hafa sótt sér háskólamenntun megi alls ekki minnka. Að það sé einhvers konar grundvallaratriði að halda stórum hópum í samfélaginu niðri, á lágum launum. Hvaðan kemur það? Af hverju er þér svona illa við láglaunafólk Friðrik? Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun