Mælingin byggir á rannsóknum sérfæðinga og upplifun viðskiptaforkólfa í hverju landi fyrir sig um umfang spillingar innan opinbera geirans.
Ísland fær 74 stig í mælingunni fyrir árið 2021, en árið 2012 mældist Ísland með 82 stig. Danmörk, Nýja-Sjáland og Finnland skora öll 88 stig í mælingunni í ár.
Meðal ríkja Evrópusambandsins mælist mest spilling í Búlgaríu (42 stig), Ungverjalandi (43 stig) og Rúmeníu (45 stig) og segir á vef Transparency International að langtímaáhrif þess að hafa ekki gripið til aðgerða gegn spillingu komi þar skýrt fram.
Þá segir það stjórnvöld í ríkjum Evrópu hafi mörg hafi notast við heimsfaraldurinn sem afsökun að hafa ekki getað tryggt aðgerðir til að koma í veg fyrir að spilling geti þrifist. Þá hafi ekki verið unnið nægilega að því að tryggja gegnsæi og að tryggja að einstaklingar sæti ábyrgð.
Ennfremur segir að þau ríki Evrópusambandsins sem hafi bætt sig mest á síðustu árum, eða frá 2012, séu Eistland, Lettland, Ítalía og Grikkland.