Blasir við að stefni í afléttingar Snorri Másson skrifar 23. janúar 2022 11:51 Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis. Lokametrar þessarar bylgju faraldursins eru fram undan, segir í grein Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur forstjóra Landspítala sem birtist á Vísi í morgun. Allar mögulegar afléttingar séu nú í skoðun, í samráði við Þórólf og með hliðsjón af skynsemi og öryggi. „Þetta er skoðað út frá mjög morgum vinklum, ekki bara út frá spítalanum heldur líka samfélaginu og smitdreifingu og svo framvegis. En við erum enn þá með ótrúlega mörg smit. Þannig að það þarf að vanda vel til og taka þetta í fáum en öruggum skrefum,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við fréttastofu. Fjórir eru á gjörgæslu á spítalanum vegna veirunnar en aðeins einn þeirra sem er enn með virkt Covid-smit. Að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á smitsjúkdómadeildinni er klárt mál að álagið er í rénun. Það gefi tilefni til endurskoðaðra aðgerða innan spítalans. En í samfélaginu? „Það eru aðrir sem taka ákvarðanir um það en mér finnst mjög líklegt að það takmörkunum í samfélaginu verði aflétt og mér finnst það bara blasa við að það muni vera gert,“ segir Már. Hópsýking varð á lyflækningadeild sjúkrahússins um helgina, þar sem fleiri en tíu greindust, bæði sjúklingar og starfsfólk. „Þetta þýðir það að það er ekki hægt að leggja inn á deildina á meðan,“ segir Már. Sá hópur sem verði verst úti séu eftir sem áður óbólusettir. „Það er alltaf brýnt að þeir sem eru óbólusettir eða vanbólusettir þurfa að halda áfram og klára sína bólusetningu. Það er okkar besta vörn,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Lokametrar þessarar bylgju faraldursins eru fram undan, segir í grein Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur forstjóra Landspítala sem birtist á Vísi í morgun. Allar mögulegar afléttingar séu nú í skoðun, í samráði við Þórólf og með hliðsjón af skynsemi og öryggi. „Þetta er skoðað út frá mjög morgum vinklum, ekki bara út frá spítalanum heldur líka samfélaginu og smitdreifingu og svo framvegis. En við erum enn þá með ótrúlega mörg smit. Þannig að það þarf að vanda vel til og taka þetta í fáum en öruggum skrefum,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við fréttastofu. Fjórir eru á gjörgæslu á spítalanum vegna veirunnar en aðeins einn þeirra sem er enn með virkt Covid-smit. Að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á smitsjúkdómadeildinni er klárt mál að álagið er í rénun. Það gefi tilefni til endurskoðaðra aðgerða innan spítalans. En í samfélaginu? „Það eru aðrir sem taka ákvarðanir um það en mér finnst mjög líklegt að það takmörkunum í samfélaginu verði aflétt og mér finnst það bara blasa við að það muni vera gert,“ segir Már. Hópsýking varð á lyflækningadeild sjúkrahússins um helgina, þar sem fleiri en tíu greindust, bæði sjúklingar og starfsfólk. „Þetta þýðir það að það er ekki hægt að leggja inn á deildina á meðan,“ segir Már. Sá hópur sem verði verst úti séu eftir sem áður óbólusettir. „Það er alltaf brýnt að þeir sem eru óbólusettir eða vanbólusettir þurfa að halda áfram og klára sína bólusetningu. Það er okkar besta vörn,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira