Færeyskur Íslandsvinur útskýrir hvað við þurfum að gera Snorri Másson skrifar 22. janúar 2022 22:02 Magnus Høgenni þekkja margir Íslendingar á Twitter. Hann býr í Færeyjum, þar sem verið var að tilkynna afléttingu allra takmarkana. Aðsend mynd Hvergi í heiminum smitast eins margir af kórónuveirunni daglega og í Færeyjum, en enginn er á sjúkrahúsi. Þess vegna ætla stjórnvöld þar í landi að aflétta öllum samkomutakmörkunum í næsta mánuði - það var ekkert annað í stöðunni, segir færeyskur Íslandsvinur. Kvöldfréttir á Kringvarpinu í gær hófust svo: „Við hefjum fréttatímann aftur í kvöld á kórónuveirunni, en með öðruvísi vinkli. Við erum nefnilega á leið aftur inn í venjulegt hversdagslíf. Sá var boðskapurinn þegar lögmaðurinn boðaði í morgun til mögulega síðasta upplýsingafundarins vegna veirunnar.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld hófust á samtali við Magnus Høgenni, Færeying sem er í góðum tengslum við Íslendinga í gegnum samfélagsmiðla, og hefur jafnframt fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda heima fyrir: Eins og 5.000 dagleg tilfelli á Íslandi Á ofangreindum tíðindafundi lýsti Bárður lögmaður því sigri hrósandi að enginn væri á sjúkrahúsi, og það þrátt fyrir að allar smittölur væru í hæstu hæðum. Það hafa um 700 verið að greinast daglega í Færeyjum undanfarið, sem er sambærilegt því að hér á Íslandi myndu um 5.000 greinast. Og á heimslistum eru Færeyingar, sem hingað til hafa sloppið mjög vel við veiruna, langsamlega verst leiknir af faraldrinum núna. Eða ætti maður að segja best Stjórnmálamennirnir lofa því nú að í ljósi engra innlagna verði öllum takmörkunum aflétt í markvissum skrefum, allt fram til 28. febrúar, þegar takmarkanir eiga að heyra sögunni til. Við slógum á þráðinn til Magnúsar færeyska, sem var að koma af sýnatökuvakt þegar við ræddum við hann. „Allar aðgerðir eru auðvitað pólitískar þegar allt kemur til alls, en þegar maður sér tölurnar, hve álagið er lítið á sjúkrahúsinu og hversu íþyngjandi það er fyrir samfélagið að vera með alla í sóttkví, þá er þetta einfaldlega það eina sem þau gátu gert, þannig að þetta er að því leyti skiljanlegt,“ segir Magnús. Skilar kveðju til Íslands Hvað getum við Íslendingar lært af frændum okkar í Færeyjum, hvernig komumst við á sama stað og þeir? „Það fyrsta sem ég myndi mæla með væri að drífa sig bara í bólusetningu. Fá sér þriðju sprautuna um leið og þú getur. Næsta er síðan bara að aflétta hægt og rólega í takt við það sem heilbrigðiskerfið þolir,“ segir Magnús. Með þessari mikilvægu ráðgjöf lætur Magnús fylgja kæra kveðju til íslenskra vina sinna af Twitter, þar sem hann hefur sannarlega slegið í gegn. Eins og hann segir, þeir eru bergteknir af tungumáli hans. hví eru íslendingar so bergtiknir av bernaisesós— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 „Mér líður smá eins og fugli í heimildarmynd eftir David Attenborough. Ég geri bara það sem ég geri dagsdaglega, lifi bara mínu lífi og tala færeysku, en greinilega eru Íslendingar bara svo hrifnir af okkur Færeyingum. Munurinn á málinu, menningunni, hve lík við erum en samt ekki það lík,“ segir Magnús, sem hefur til dæmis furðað sig á að Íslendingar „vinni“ í Bónus í stað þess að „arbeiða“ þar. Samband þjóðanna er að hans sögn smá eins og „The Uncanny Valley“ - annarlegt millistig þar sem líkindin eru veruleg en ekki alger. „Þetta myndar svona ákveðna spennu og það koma út úr þessu alls konar brandarar,“ segir Magnús og hér kemur hann með dæmi á færeysku: „Øll kenna, tú veist, sefuru undir dýnunni, omana sænginni, kannski á kamri? með berum starfsfólki. Tú veist, pepperoni og svampar.“ Pepperóní og sveppir, sem sagt. 💅💅 https://t.co/PjYNEkiM5D— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 eg skilji hettar ikki heilt, men út frá svørunum gangi eg út frá at tað kanska er eitt gott ting https://t.co/ycXvMPZga8— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) December 13, 2021 húsavík / húsavík pic.twitter.com/xJD3MEHf7d— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 3, 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Kvöldfréttir á Kringvarpinu í gær hófust svo: „Við hefjum fréttatímann aftur í kvöld á kórónuveirunni, en með öðruvísi vinkli. Við erum nefnilega á leið aftur inn í venjulegt hversdagslíf. Sá var boðskapurinn þegar lögmaðurinn boðaði í morgun til mögulega síðasta upplýsingafundarins vegna veirunnar.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld hófust á samtali við Magnus Høgenni, Færeying sem er í góðum tengslum við Íslendinga í gegnum samfélagsmiðla, og hefur jafnframt fylgst náið með aðgerðum stjórnvalda heima fyrir: Eins og 5.000 dagleg tilfelli á Íslandi Á ofangreindum tíðindafundi lýsti Bárður lögmaður því sigri hrósandi að enginn væri á sjúkrahúsi, og það þrátt fyrir að allar smittölur væru í hæstu hæðum. Það hafa um 700 verið að greinast daglega í Færeyjum undanfarið, sem er sambærilegt því að hér á Íslandi myndu um 5.000 greinast. Og á heimslistum eru Færeyingar, sem hingað til hafa sloppið mjög vel við veiruna, langsamlega verst leiknir af faraldrinum núna. Eða ætti maður að segja best Stjórnmálamennirnir lofa því nú að í ljósi engra innlagna verði öllum takmörkunum aflétt í markvissum skrefum, allt fram til 28. febrúar, þegar takmarkanir eiga að heyra sögunni til. Við slógum á þráðinn til Magnúsar færeyska, sem var að koma af sýnatökuvakt þegar við ræddum við hann. „Allar aðgerðir eru auðvitað pólitískar þegar allt kemur til alls, en þegar maður sér tölurnar, hve álagið er lítið á sjúkrahúsinu og hversu íþyngjandi það er fyrir samfélagið að vera með alla í sóttkví, þá er þetta einfaldlega það eina sem þau gátu gert, þannig að þetta er að því leyti skiljanlegt,“ segir Magnús. Skilar kveðju til Íslands Hvað getum við Íslendingar lært af frændum okkar í Færeyjum, hvernig komumst við á sama stað og þeir? „Það fyrsta sem ég myndi mæla með væri að drífa sig bara í bólusetningu. Fá sér þriðju sprautuna um leið og þú getur. Næsta er síðan bara að aflétta hægt og rólega í takt við það sem heilbrigðiskerfið þolir,“ segir Magnús. Með þessari mikilvægu ráðgjöf lætur Magnús fylgja kæra kveðju til íslenskra vina sinna af Twitter, þar sem hann hefur sannarlega slegið í gegn. Eins og hann segir, þeir eru bergteknir af tungumáli hans. hví eru íslendingar so bergtiknir av bernaisesós— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 „Mér líður smá eins og fugli í heimildarmynd eftir David Attenborough. Ég geri bara það sem ég geri dagsdaglega, lifi bara mínu lífi og tala færeysku, en greinilega eru Íslendingar bara svo hrifnir af okkur Færeyingum. Munurinn á málinu, menningunni, hve lík við erum en samt ekki það lík,“ segir Magnús, sem hefur til dæmis furðað sig á að Íslendingar „vinni“ í Bónus í stað þess að „arbeiða“ þar. Samband þjóðanna er að hans sögn smá eins og „The Uncanny Valley“ - annarlegt millistig þar sem líkindin eru veruleg en ekki alger. „Þetta myndar svona ákveðna spennu og það koma út úr þessu alls konar brandarar,“ segir Magnús og hér kemur hann með dæmi á færeysku: „Øll kenna, tú veist, sefuru undir dýnunni, omana sænginni, kannski á kamri? með berum starfsfólki. Tú veist, pepperoni og svampar.“ Pepperóní og sveppir, sem sagt. 💅💅 https://t.co/PjYNEkiM5D— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 8, 2022 eg skilji hettar ikki heilt, men út frá svørunum gangi eg út frá at tað kanska er eitt gott ting https://t.co/ycXvMPZga8— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) December 13, 2021 húsavík / húsavík pic.twitter.com/xJD3MEHf7d— magnus 🇫🇴 (@legalisememes) January 3, 2022
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Færeyjar Tengdar fréttir Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. 22. janúar 2022 15:01