Færeyingar ætla að afnema allar takmarkanir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. janúar 2022 15:01 Ef allt gengur að óskum munu Færeyingar ekki þurfa að lifa með neinum takmörkunum frá og með þarnæstu mánaðarmótum. Vísir/VIlhelm Færeyska stjórnin hefur sett fram áætlun um það hvenær búast megi við afléttingu allra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Stefnt er að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars. Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana. Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þetta var tilkynnt á fréttamannafundi í Þórshöfn í gær þar sem Bárður á Steig Níelsen, lögmaður Færeyja, kynnti dagsetta áætlun um afléttingu í skrefum. Sem fyrr segir er stefnt að því að öllum takmörkunum verði aflétt fyrir 1. mars, svo fremi sem sjúkrastofnanir landsins séu ekki undir of miklu álagi og helstu stofnanir geti starfað. Frá og með gærdeginum mega hundrað manns koma saman í Færeyjum en frá og með 1. febrúar munu takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða, veitingastaða og bara verða aflétt. Reglur um einangrun verða rýmkaðar þannig að bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví komist þeir í tæri við einstakling sem reynst hefur smitaður af kórónuveirunni. „Nú munum við líta á Covid-19 sem sjúkdóm sem við þurfum að lifa með, líkt og flesta aðra sjúkdóma. Hver og einn einstaklingur mun fá þá ábyrgð í eigin hendur að ákveða hvort hann vilji taka þá áhættu að smitast, alveg eins og með venjulega inflúensu,“ sagði Bárður. Frá og með 1. febrúar mun einnig vera slakað á notkun PCR-prófa þannig að aðeins þeir sem sýna einkenni, búa með einstaklingi sem hefur sýkst eða hafa greinst jákvæðir á heimaprófi munu þurfa að fara í PCR-próf. Aðrir noti heimapróf. Um fjögur þúsund í einangrun Frá og með 15. febrúar er reiknað með að aðeins þeir sem greinst hafa með kórónuveirunni, hvort sem það er í gegnum PCR-próf eða heimapróf, þurfa að fara í sóttkví. Frá og með 28. febrúar er svo reiknað með því að öllum takmörkunum verði aflétt, svo fremi sem sjúkrastofnanir séu ekki undir álagi og að helstu stofnanir Færeyja séu starfhæfar. Líkt og víða hefur í Færeyjum orðið mikil aukning á fjölda þeirra sem greinst hafa með Covid-19 og er það rakið til ómíkronafbrigðisins. Um 4.000 manns eru nú í einangrun í Færeyjum með Covid-19 en nokkur hundruð hafa greinst á hverjum degi, flestir þann 18. janúar síðastliðinn, þegar 729 greindust með Covid-19. Sjúkrastofnanir í Færeyjum eru þó ekki undir miklu álagi, sem er ein ástæða þess að ákveðið hefur verið að stefna að fullri afléttingu allra takmarkana.
Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira